Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. janúar 2021 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Neuer besti markvörður áratugarins - Buffon næstbestur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
IFFHS (International Federation of Football History & Statistics) kaus um bestu markverði áratugarins í knattspyrnuheiminum og voru 18 sem komust á blað.

Efstu sætin koma ekki á óvart þar sem Manuel Neuer er bestur með 183 stig og Gianluigi Buffon næstbestur með 148. Thibaut Courtois, Hugo Lloris og Keylor Navas koma í næstu sætum.

Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid sem hefur verið frábær undanfarinn áratug, er í sjötta sæti nokkrum stigum fyrir ofan hinn goðsagnakennda Petr Cech.

David de Gea, Allison Becker, Victor Valdes, Joe Hart og Rui Patricio eru meðal annars á listanum.

1. Manuel Neuer
2. Gianluigi Buffon
3. Thibaut Courtois
4. Hugo Lloris
5. Keylor Navas
6. Jan Oblak
7. Petr Cech
8. Marc-Andre ter Stegen
9. David de Gea
10. Iker Casillas
11. Allison Becker
12. Claudio Bravo
13. Victor Valdes
14. Samir Handanovic
15. Joe Hart
16. Danijel Subasic
17. Rui Patricio
18. Fernando Muslera
Athugasemdir
banner