Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   fös 14. janúar 2022 17:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svo hringdi FH, mér leist vel á það og tók sénsinn"
Máni Austmann
Máni Austmann
Mynd: FH
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson gekk í vikunni í raðir FH frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. Máni, sem er 23 ára kantmaður, er uppalinn í Stjörnunni en fór ungur út til Kaupmannahafnar og lék með unglingaliðum FCK.

Hann ræddi um félagaskiptin við Fótbolta.net í dag. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.

Sjá einnig:
Yfirgaf FCK en var ekki tilbúinn - Fann sig loksins hjá Leikni

„Það er frábært að vera kominn í FH, stór klúbbur, vinningshefð og ég hlakka ógeðslega til tímans með FH. Þetta tók stuttan tíma, fékk símtal frá Davíð [Þór Viðarssyni] og Óla [Ólafi Jóhannessyni], mér leist strax vel á þetta og ákvað að taka sénsinn og kýla á þetta," sagði Máni.

„Ég var í samningsviðræðum við Leikni, það gekk allt í lagi en ég var ekki alveg sáttur og ætlaði að ná samkomulagi um samning. Svo hringdi FH, mér leist vel á það og ég tók sénsinn."

„Það kom mér smá á óvart að FH hafði samband. Ég veit að ég er góður leikmaður og spilaði vel í sumar en mörkin komu ekki eins og allir vita. Svo hringir FH sem er risaklúbbur og mér leist vel á það. Þetta er frábær klúbbur, aðstaðan er frábær, leikmennirnir eru frábærir og þjálfararnir líka. Þannig það er allt frábært þarna. Samtölin við þjálfarana hafa verið góð. Óli og Bjössi eru mjög skemmtilegir."


Þú hittir fyrir Vuk Oskar Dimitrijevic sem þú varst með hjá Leikni. Hvernig tók hann í að þú værir mættur í FH? „Hann tók þessu mjög vel, hann er mjög skemmtilegur en líka svo steiktur - hann er frábær."

„Það var kannski ekki erfitt að fara frá Leikni en ég á frábæra vini þarna, var þar í tvö ár og eignaðist marga mjög góða vini. Ég talaði við þá alla þegar ég var búinn að taka ákvörðun og þeir voru bara ánægðir fyrir mína hönd."


Máni lenti í bílslysi síðasta haust og var frá í nokkrar vikur. Hann er búinn að spila æfingaleiki með Leikni svo standið á honum er fínt og hann segir skrokkinn vera góðan.

Samkeppnin hjá FH, hún er talsvert meiri en hjá Leikni. „Ég hlakka bara til, þetta eru ótrúlega góðir leikmenn í minni stöðu. Þegar ég fæ sénsinn þá verð ég að grípa hann og ég þarf að læra af þeim. Ég hlakka til að gera það, þetta eru frábærir leikmenn. Já, ég hef fulla trú á því að ég geti unnið mér sæti í byrjunarliðinu," sagði Máni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner