Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fös 14. janúar 2022 17:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svo hringdi FH, mér leist vel á það og tók sénsinn"
Máni Austmann
Máni Austmann
Mynd: FH
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson gekk í vikunni í raðir FH frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. Máni, sem er 23 ára kantmaður, er uppalinn í Stjörnunni en fór ungur út til Kaupmannahafnar og lék með unglingaliðum FCK.

Hann ræddi um félagaskiptin við Fótbolta.net í dag. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.

Sjá einnig:
Yfirgaf FCK en var ekki tilbúinn - Fann sig loksins hjá Leikni

„Það er frábært að vera kominn í FH, stór klúbbur, vinningshefð og ég hlakka ógeðslega til tímans með FH. Þetta tók stuttan tíma, fékk símtal frá Davíð [Þór Viðarssyni] og Óla [Ólafi Jóhannessyni], mér leist strax vel á þetta og ákvað að taka sénsinn og kýla á þetta," sagði Máni.

„Ég var í samningsviðræðum við Leikni, það gekk allt í lagi en ég var ekki alveg sáttur og ætlaði að ná samkomulagi um samning. Svo hringdi FH, mér leist vel á það og ég tók sénsinn."

„Það kom mér smá á óvart að FH hafði samband. Ég veit að ég er góður leikmaður og spilaði vel í sumar en mörkin komu ekki eins og allir vita. Svo hringir FH sem er risaklúbbur og mér leist vel á það. Þetta er frábær klúbbur, aðstaðan er frábær, leikmennirnir eru frábærir og þjálfararnir líka. Þannig það er allt frábært þarna. Samtölin við þjálfarana hafa verið góð. Óli og Bjössi eru mjög skemmtilegir."


Þú hittir fyrir Vuk Oskar Dimitrijevic sem þú varst með hjá Leikni. Hvernig tók hann í að þú værir mættur í FH? „Hann tók þessu mjög vel, hann er mjög skemmtilegur en líka svo steiktur - hann er frábær."

„Það var kannski ekki erfitt að fara frá Leikni en ég á frábæra vini þarna, var þar í tvö ár og eignaðist marga mjög góða vini. Ég talaði við þá alla þegar ég var búinn að taka ákvörðun og þeir voru bara ánægðir fyrir mína hönd."


Máni lenti í bílslysi síðasta haust og var frá í nokkrar vikur. Hann er búinn að spila æfingaleiki með Leikni svo standið á honum er fínt og hann segir skrokkinn vera góðan.

Samkeppnin hjá FH, hún er talsvert meiri en hjá Leikni. „Ég hlakka bara til, þetta eru ótrúlega góðir leikmenn í minni stöðu. Þegar ég fæ sénsinn þá verð ég að grípa hann og ég þarf að læra af þeim. Ég hlakka til að gera það, þetta eru frábærir leikmenn. Já, ég hef fulla trú á því að ég geti unnið mér sæti í byrjunarliðinu," sagði Máni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner