Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 14. janúar 2022 17:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svo hringdi FH, mér leist vel á það og tók sénsinn"
Máni Austmann
Máni Austmann
Mynd: FH
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson gekk í vikunni í raðir FH frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. Máni, sem er 23 ára kantmaður, er uppalinn í Stjörnunni en fór ungur út til Kaupmannahafnar og lék með unglingaliðum FCK.

Hann ræddi um félagaskiptin við Fótbolta.net í dag. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.

Sjá einnig:
Yfirgaf FCK en var ekki tilbúinn - Fann sig loksins hjá Leikni

„Það er frábært að vera kominn í FH, stór klúbbur, vinningshefð og ég hlakka ógeðslega til tímans með FH. Þetta tók stuttan tíma, fékk símtal frá Davíð [Þór Viðarssyni] og Óla [Ólafi Jóhannessyni], mér leist strax vel á þetta og ákvað að taka sénsinn og kýla á þetta," sagði Máni.

„Ég var í samningsviðræðum við Leikni, það gekk allt í lagi en ég var ekki alveg sáttur og ætlaði að ná samkomulagi um samning. Svo hringdi FH, mér leist vel á það og ég tók sénsinn."

„Það kom mér smá á óvart að FH hafði samband. Ég veit að ég er góður leikmaður og spilaði vel í sumar en mörkin komu ekki eins og allir vita. Svo hringir FH sem er risaklúbbur og mér leist vel á það. Þetta er frábær klúbbur, aðstaðan er frábær, leikmennirnir eru frábærir og þjálfararnir líka. Þannig það er allt frábært þarna. Samtölin við þjálfarana hafa verið góð. Óli og Bjössi eru mjög skemmtilegir."


Þú hittir fyrir Vuk Oskar Dimitrijevic sem þú varst með hjá Leikni. Hvernig tók hann í að þú værir mættur í FH? „Hann tók þessu mjög vel, hann er mjög skemmtilegur en líka svo steiktur - hann er frábær."

„Það var kannski ekki erfitt að fara frá Leikni en ég á frábæra vini þarna, var þar í tvö ár og eignaðist marga mjög góða vini. Ég talaði við þá alla þegar ég var búinn að taka ákvörðun og þeir voru bara ánægðir fyrir mína hönd."


Máni lenti í bílslysi síðasta haust og var frá í nokkrar vikur. Hann er búinn að spila æfingaleiki með Leikni svo standið á honum er fínt og hann segir skrokkinn vera góðan.

Samkeppnin hjá FH, hún er talsvert meiri en hjá Leikni. „Ég hlakka bara til, þetta eru ótrúlega góðir leikmenn í minni stöðu. Þegar ég fæ sénsinn þá verð ég að grípa hann og ég þarf að læra af þeim. Ég hlakka til að gera það, þetta eru frábærir leikmenn. Já, ég hef fulla trú á því að ég geti unnið mér sæti í byrjunarliðinu," sagði Máni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner