De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
   fös 14. janúar 2022 17:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svo hringdi FH, mér leist vel á það og tók sénsinn"
Máni Austmann
Máni Austmann
Mynd: FH
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson gekk í vikunni í raðir FH frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. Máni, sem er 23 ára kantmaður, er uppalinn í Stjörnunni en fór ungur út til Kaupmannahafnar og lék með unglingaliðum FCK.

Hann ræddi um félagaskiptin við Fótbolta.net í dag. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.

Sjá einnig:
Yfirgaf FCK en var ekki tilbúinn - Fann sig loksins hjá Leikni

„Það er frábært að vera kominn í FH, stór klúbbur, vinningshefð og ég hlakka ógeðslega til tímans með FH. Þetta tók stuttan tíma, fékk símtal frá Davíð [Þór Viðarssyni] og Óla [Ólafi Jóhannessyni], mér leist strax vel á þetta og ákvað að taka sénsinn og kýla á þetta," sagði Máni.

„Ég var í samningsviðræðum við Leikni, það gekk allt í lagi en ég var ekki alveg sáttur og ætlaði að ná samkomulagi um samning. Svo hringdi FH, mér leist vel á það og ég tók sénsinn."

„Það kom mér smá á óvart að FH hafði samband. Ég veit að ég er góður leikmaður og spilaði vel í sumar en mörkin komu ekki eins og allir vita. Svo hringir FH sem er risaklúbbur og mér leist vel á það. Þetta er frábær klúbbur, aðstaðan er frábær, leikmennirnir eru frábærir og þjálfararnir líka. Þannig það er allt frábært þarna. Samtölin við þjálfarana hafa verið góð. Óli og Bjössi eru mjög skemmtilegir."


Þú hittir fyrir Vuk Oskar Dimitrijevic sem þú varst með hjá Leikni. Hvernig tók hann í að þú værir mættur í FH? „Hann tók þessu mjög vel, hann er mjög skemmtilegur en líka svo steiktur - hann er frábær."

„Það var kannski ekki erfitt að fara frá Leikni en ég á frábæra vini þarna, var þar í tvö ár og eignaðist marga mjög góða vini. Ég talaði við þá alla þegar ég var búinn að taka ákvörðun og þeir voru bara ánægðir fyrir mína hönd."


Máni lenti í bílslysi síðasta haust og var frá í nokkrar vikur. Hann er búinn að spila æfingaleiki með Leikni svo standið á honum er fínt og hann segir skrokkinn vera góðan.

Samkeppnin hjá FH, hún er talsvert meiri en hjá Leikni. „Ég hlakka bara til, þetta eru ótrúlega góðir leikmenn í minni stöðu. Þegar ég fæ sénsinn þá verð ég að grípa hann og ég þarf að læra af þeim. Ég hlakka til að gera það, þetta eru frábærir leikmenn. Já, ég hef fulla trú á því að ég geti unnið mér sæti í byrjunarliðinu," sagði Máni að lokum.
Athugasemdir
banner