Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. febrúar 2020 15:46
Elvar Geir Magnússon
Indriði Áki í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Indriði Áki í leik með Haukum.
Indriði Áki í leik með Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Indriði Áki Þorláksson er genginn í raðir Víkings í Ólafsvík í 1. deildinni.

Indriði er 24 ára gamall og var hjá Kára á Akranesi en þar á undan lék hann með Haukum í 1. deildinni þar sem hann lék 16 deildarleiki og skoraði tvö mörk.

Hann hefur einnig leikið með Fram, Keflavík, Leikni R. og Val á sínum leikmannaferli.

Indriði leikur yfirleitt sem miðjumaður en tvíburabróðir hans, Al­ex­and­er Már Þor­láks­son, gekk í raðir Fram í vetur. Bræðurnir mætast því á komandi tímabili.

Víkingur Ó.:

Komnir:
Billy Stedman frá Englandi
Gonzalo Zamorano Leon frá ÍA
Kristófer Daði Kristjánsson frá Sindra
Indriði Áki Þorláksson frá Kára

Farnir:
Abdul Bangura*
Franko Lalic í Þrótt R.
Grétar Snær Gunnarsson í Fjölni
Guðmundur Magnússon í ÍBV (var á láni)
Harley Willard í Fylki
Kristófer Reyes*
Martin Kuittinen*
Miha Vidmar*
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner