Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 14. febrúar 2020 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá Man City: Ekki hissa eftir tilkynninguna
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City ætla að berjast gegn tveggja ára Meistaradeildarbanni sem UEFA tilkynnti fyrr í kvöld.

Félagið hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem rannsóknaraðferðir UEFA eru gagnrýndar.

Man City ætlar að áfrýja málinu, sem mun nú fara fyrir íþróttagerðardómstólinn.

„Manchester City varð fyrir vonbrigðum en er ekki hissa eftir tilkynningu dagsins frá UEFA," segir meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu.

„Þetta er mál sem var höfðað af UEFA, rannsakað af UEFA og dæmt af UEFA.

„Nú mun félagið fara með málið fyrir óhlutdrægan dómstól við fyrsta tækifæri."

Athugasemdir
banner
banner