Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
   fös 14. febrúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Afturelding og Haukar með sigra
Saga Líf innsiglaði sigur Aftureldingar
Saga Líf innsiglaði sigur Aftureldingar
Mynd: wAfturelding
Tveir leikir fóru fram í B-deild Lengjubikars kvenna í gær. Haukar fengu Gróttu í heimsókn og Afturelding fékk Grindavík/Njarðvík í heimsókn.

Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik á Ásvöllum en Haukar komust tveimur mörkum yfir áður en María Björk Ómarsdóttir minnkaði muninn en nær komst Grótta ekki.

Afturelding komst yfir í uppbótatíma fyrri hálfleiks gegn Grindavík/Njarðvík og Saga Líf Sigurðardóttir bætti öðru markinu við eftir tæplega klukkutíma leik.

Anna Rakel Snorradóttir minnkaði muninn skammt fyrir lok venjulegs leiktíma og þar við sat.

Haukar 2 - 1 Grótta
1-0 Rakel Lilja Hjaltadóttir ('11 )
2-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('25 )
2-1 María Björk Ómarsdóttir ('45 )

Afturelding 2 - 1 Grindavík/Njarðvík
1-0 Katrín S. Vilhjálmsdóttir ('45 )
2-0 Saga Líf Sigurðardóttir ('59 )
2-1 Anna Rakel Snorradóttir ('80 )
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 5 5 0 0 17 - 6 +11 15
2.    Haukar 5 3 1 1 13 - 12 +1 10
3.    Grótta 6 3 0 3 12 - 9 +3 9
4.    ÍBV 5 2 1 2 14 - 13 +1 7
5.    Grindavík/Njarðvík 5 2 0 3 12 - 13 -1 6
6.    HK 5 2 0 3 7 - 8 -1 6
7.    KR 6 2 0 4 20 - 22 -2 6
8.    Afturelding 5 1 0 4 8 - 20 -12 3
Athugasemdir
banner
banner
banner