Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2019 14:27
Elvar Geir Magnússon
Hamren vonast til að geta valið Kolbein í sumar
Icelandair
Hamren og Kolbeinn Sigþórsson.
Hamren og Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson er enn í myndinni hjá Erik Hamren landsliðsþjálfara og greinilegt að sá sænski fylgist grannt með gangi mála hjá sóknarmanninum.

„Ég vona að hann verði klár í júní en við vitum ekki hvað gerist næst í hans málum. Ég er bjartsýnn á eitthvað gott muni koma upp hjá honum," segir Hamren.

Kolbeinn er ekki í landsliðshópnum sem kynntur var í dag en hann er án félags eftir að samningi hans við Nantes var rift.

Ísland er að fara að leika gegn Andorra og Frakklandi en í júní koma svo leikir gegn Albaníu og Tyrklandi.

Aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í hópnum sem kynntur var í dag en það eru Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð Finnbogason.

Alfreð hefur verið meiddur en vonast er til þess að hann spili á laugardaginn með Augsburg.
Athugasemdir
banner
banner
banner