Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. mars 2020 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Grasið grænkar í Laugardalnum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólíklegt er að gífurlega mikilvæg viðureign íslenska landsliðsins gegn því rúmenska fari fram í lok mars vegna kórónaveirunnar.

Ísland er að berjast um sæti á lokakeppni EM og þarf sigur gegn Rúmeníu til að komast í úrslitaleik. Liðin mætast á Laugardalsvelli.

Leiknum verður líklegast frestað en í óvissunni hafa starfsmenn Laugardalsvallar sinnt sínum störfum og lítur völlurinn vel út eins og má sjá á myndum hér fyrir neðan.

Haldi áfram sem horfir gæti Evrópumótinu verið frestað fram á næsta ár. Þá yrði óljóst hvenær íslenska landsliðið fengi að spila umspilsleikinn mikilvæga.

Sjá einnig:
Laugardalsvöllur á undan áætlun - Fagaðili frá UEFA væntanlegur

Staðan er fín á Laugardalsvelli - Leikurinn eftir sjö vikur

Það sem er gert til að hafa Laugardalsvöll kláran 26. mars

KSÍ heldur sínu striki - Búist við áhorfendum gegn Rúmeníu

Ísland - Rúmenía bak við luktar dyr ef leikurinn fer fram


Athugasemdir
banner
banner