Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. mars 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa: Manni finnst KSÍ eiga að standa betur í lappirnar
Við vorum ekkert endileg að sækja í þetta mál með því að fá sigur
Við vorum ekkert endileg að sækja í þetta mál með því að fá sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er alveg á hreinu og Víkingur átti skilið að vinna leikinn
Það er alveg á hreinu og Víkingur átti skilið að vinna leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan kærði í síðasta mánuði leik liðsins gegn Víkingi í Lengjubikarnum til KSÍ. Jochum Magnússon kom inn á fyrri meiddan Ingvar Jónsson þegar um hálftími lifði leiks og varði mark Víkings út leikinn. Jochum er skráður í Víking en var ekki skráður á skýrslu.

KSÍ dæmdi í málinu fyrir helgi í málinu og varð niðurstaðan sú að Víkingur þarf að greiða 50 þúsund krónur í sekt, en úrslitin í leiknum standa óhögguð. Víkingur vann leikinn 2-1, vann riðilinn og er því á leið í undanúrslit Lengjubikarsins. Ef Stjarnan hefði fengið stigin þrjú, þá hefði liðið átt möguleika á því að fara í undanúrslitin.

Umræða skapaðist um af hverju Stjarnan væri að kæra í þessu tilviki. Fótbolti.net ræddi um málið við þjálfara Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, í gær.

„Í stóra samhenginu snýst þetta um að halda KSÍ á tánum. Við vorum mest ósáttir við að þeir (hjá KSÍ) voru ekki á tánum og ákváðum að skora á þá hvernig þeir myndu dæma í málinu. Í kjölfarið munu fleiri lið lenda í svipuðum málum. Þetta voru náttúrulega algjör mistök hjá Víking."

„En í framhaldinu mun svona atvik koma upp, og á hæsta 'leveli' á Íslandi þá finnst manni KSÍ eiga standa betur í lappirnar."


Eruð þið Stjörnumenn sáttir með þá niðurstöðu, hefðuð þið viljað fá þessi stig?

„Nei, við töpuðum leiknum. Það er alveg á hreinu og Víkingur átti skilið að vinna leikinn, við förum ekkert á bak við það. Svo var bara KSÍ að dæma úr því. Við vorum ekkert endileg að sækja í þetta mál með því að fá sigur. Þetta er bara spurning um framhaldið og fordæmi á eitthvað sem KSÍ dæmir út frá," sagði Gústi.

Nánar var rætt við Gústa og má sjá það sem hann hafði að segja hér.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner