Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 13. mars 2023 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Gústi Gylfa: Hef miklar væntingar til þeirra í sumar
Ég er ánægður með leikmennina og okkur í teyminu, hvernig við stóðum okkur í þessari ferð.
Ég er ánægður með leikmennina og okkur í teyminu, hvernig við stóðum okkur í þessari ferð.
Mynd: Stjarnan
Liðsmynd fyrir leikinn gegn Varnamo.
Liðsmynd fyrir leikinn gegn Varnamo.
Mynd: Stjarnan
Hilmar Árni er mættur aftur á völlinn eftir að hafa verið utan vallar á síðasta tímabili, að jafna sig á krossbandaslitum.
Hilmar Árni er mættur aftur á völlinn eftir að hafa verið utan vallar á síðasta tímabili, að jafna sig á krossbandaslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Kristjáns var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum gegn Varnamo.
Gummi Kristjáns var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum gegn Varnamo.
Mynd: Stjarnan
Það er aðeins lengra í Emil og Halla
Það er aðeins lengra í Emil og Halla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tæpur mánuður er í Íslandsmót og Stjörnumenn eru komnir heim til Íslands eftir æfingaferð á Spáni. Þar léku Garðbæingar gegn sænska úrvalsdeildarliðinu Varnamo og endaði leikurinn með 3-1 sigri sænska liðsins.

„Við komum á föstudaginn, þessi ferð heppnaðist mjög vel. Við spiluðum æfingaleik á móti Varnamo og ferðin snerist dálítið um þennan leik, uppbygging á því hvernig fundirnir voru og hvað við værum að leggja áherslu á og fleira. Við fengum mjög gott út úr þessum leik frá leikmönnum, þeir voru greinilega að hlusta á okkur á fundunum og æfingunum á undan - gerðu nákvæmlega það sem fyrir þá var lagt," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net.

Núna í kjölfarið, er breyting á álagi á æfingum? Búið að ná ákveðnum toppi þar í undirbúningi fyrir mót?

„Já, við erum í góðu standi. Við sjáum hvernig þrjár síðustu vikurnar fyrir mótið verða. Það eru þrír leikir á döfinni og æfingarnar verða leikjamiðaðar, ásamt því að halda mönnum í góðu standi."

Ertu ánægður með stöðuna á hópnum í dag?

„Þetta er frábær og mjög þéttur hópur og það sýndi sig í þessari ferð. Við vorum ótrúlega samrýmdir og ég er virkilega sáttur. Ég er ánægður með leikmennina og okkur í teyminu, hvernig við stóðum okkur í þessari ferð. Við tökum þetta svo áfram næstu vikurnar."

Fá fagálit hvort leikmenn verða klárir eða ekki
Hvernig er heilsan á leikmönnum? Eru margir sem eru meiddir og verða meiddir þegar mótið byrjar?

„Við erum að púsla þessu saman, það eru menn að koma til baka og við sjáum til í þessari viku hvernig þeir koma út úr þessu. Við verðum með fund í kvöld þar sem við munum fara yfir þá leikmenn sem eru búnir að vera meiddir síðan um áramót og fyrir það og taka stöðuna á þeim fyrir mótið. Við fáum fagálit á því hvort þeir verða klárir eða ekki."

Svo að einn sé nefndur, Emil Atlason, hvernig er staðan á honum?

„Við bjuggumst við honum fyrr til baka, en það kom smá bakslag á hnémeiðslin á honum. Það verður spurningarmerki með hann í fyrstu umferðunum í deildinni. Við þurfum að sjá og meta, vonandi fæ ég góðar útskýringar á stöðunni frá doktornum á fundinum í kvöld."

Ef þú lítur í allar stöður, ertu með allt sem þú þarft fyrir mót?

„Heiðar Ægis og Tóti eru að koma til baka, það er aðeins lengra í Emil og Halla og Andri Adolphs er byrjaður að æfa með okkur en Þorbergur er enn á meiðslalistanum. Þetta er smá óráðið en þegar þessir menn tikka í boxið og koma inn á æfingasvæðið og leikina, þá er hópurinn góður og virkilega sterkur."

Hugrekki + Varnarleikur + Stöðugleiki = Evrópusæti
Ef horft er til baka, hvað vantaði á síðasta tímabili til að Stjarnan gæti gert enn betur og jafnvel gert atlögu að Evrópusæti?

„Auðvitað hefði varnarleikurinn mátt vera betri og við fengum mikið af mörkum á okkur. Stöðugleikinn var ekki nægilega mikill, töpuðum fimm leikjum í röð sem setti okkur út úr einhverri Evrópubaráttu. Við vorum heilt yfir fínir sóknarlega, lentum aðeins í meiðslum með Emil og Adolf seinni hlutann. Ef við hefðum átt fullkomið tímabil þá hefðum við gert atlögu að einhverjum titlum eða Evrópukeppni, en við gerðum það ekki. Við ætlum okkur að vera sterkari í öllum stöðum og á öllum sviðum á þessu ári."

Eruð þið búnir að setjast niður og setja ykkur markmið fyrir sumarið?

„Já, við erum svona að móta markmiðin okkar og það eru komnir fullt af punktum sem við erum að rýna í og erum að reyna bæta. Það er okkar vegferð að gera betur á mörgum vígstöðvum, hafa meira hugrekki, bæta varnarleik og ná auknum stöðugleika."

Virkilega stoltir af því
Margir ungir Stjörnumenn fengu tækifæri í Lengjubikarnum, hvernig meturu þeirra innkomu?

„Eins og ég hef sagt áður, þá er frábærlega vel unnið starf í yngri flokka starfi félagsins. Við í meistaraflokknum fáum að njóta þess að fá þessa stráka upp. Við fáum þá oft mjög unga og gefum þeim tækifæri, eitthvað sem við erum virkilega stoltir af. Þetta eru ungir strákar sem eru í yngri landsliðum Íslands og munu setja mikið mark sitt á sumarið."

Allt í þeirra höndum
Fréttamaður nefndi þá Ísak Andri Sigurgeirsson, Eggert Aron Guðmundsson, Guðmundur Baldvin Nökkvason og Adolf Daði Birgisson við Gústa, leikmenn sýndu góða takta í fyrra. Þrír síðastnefndu eru í U19 ára landsliðinu. Eru þetta strákar, allavega einhverjir af þeim, sem fara út í atvinnumennsku í kjölfarið?

„Já, það er engin spurning. Þetta er allt í þeirra höndum, okkar að byggja undir þá og gera þá betra. Þeir þurfa að 'delivera' inná vellinum og þeir hafa verið að gera það virkilega vel. Ég hef miklar væntingar til þeirra í sumar. Ég er mjög ánægður með þessa leikmenn og svo eru margir aðrir sem eru að banka á dyrnar þar fyrir utan sem taka þá við þegar þessir strákar fara erlendis."

Stjarnan er alls með fjóra í U19 ára landsliðinu því Sigurbergur Áki Jörundsson, sem lék með Gróttu á láni í fyrra, er einnig í hópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Fimmti Stjörnumaðurinn er svo Daníel Freyr Kristjánsson sem seldur var til Stjörnunnar í fyrra.

Geislar af honum til okkar hinna
Að lokum, endurkoma Hilmars Árna Halldórssonar, hversu gott er að fá hann til baka?

„Hilmar Árna... að segja nafnið. Það er virkilega gott fyrir félagið að fá hann aftur, bæði sem leikmann og svo karakter inn í okkar hóp. Það var leiðinlegt fyrir hann að missa af öllu síðasta tímabili, en hann er virkilega ánægður að vera kominn aftur inn á völlinn og það geislar af honum til okkar hinna," sagði Gústi að lokum.

Sjá einnig:
„Árni kemur inn í liðið og svo er það hans að halda stöðunni" (27. jan)
Athugasemdir
banner
banner
banner