Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 14. apríl 2019 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Lille staðfestir að Pepe skiptir um félag
Mynd: Getty Images
Gerard Lopez, forseti Lille, er búinn að staðfesta að Nicolas Pepe verður seldur frá félaginu í sumar.

Pepe hefur verið lykilmaður hjá Lille undanfarin ár og vakið athygli helstu stórliða Evrópu, en hann er aðeins 23 ára gamall.

Með Pepe í fararbroddi hefur Lille átt ótrúlegt tímabil og er sem stendur í öðru sæti frönsku deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Til samanburðar endaði félagið einu stigi fyrir ofan fallsvæðið í fyrra.

Pepe leikur sem kantmaður og er búinn að skora 19 mörk í 34 leikjum á tímabilinu. Auk þess er hann búinn að leggja 12 mörk upp, en í fyrra skoraði hann 14 mörk í 38 leikjum.

Pepe hefur gert 3 mörk í 10 landsleikjum með Fílabeinsströndinni og er FC Bayern líklegasti áfangastaður hans. Samningur Pepe rennur þó ekki út fyrr en eftir þrjú ár, HM-sumarið 2022.

„Það er klárt að hann mun skipta um félag í sumar. Við eigum einfaldlega ekki efni á því að halda honum," sagði Lopez á Telefoot í dag.

Arsenal og Manchester United hafa verið orðuð við Pepe en Paris Saint-Germain hefur einnig áhuga á honum. Fjölmiðlar eru sammála um að Pepe muni velja Bayern, en verðmiðinn á honum er í kringum 50 milljónir evra.

Arsenal hefur fylgst með kantmanninum í nokkur ár en aldrei tekist að landa honum. Félagið getur ekki keppt við Bayern og PSG á markaðinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner