banner
   mið 14. apríl 2021 19:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Jude Bellingham er sautján ára"
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham skoraði fyrsta mark leiksins í viðureign Dortmund og Manchester City. Bellingham er einungis sautján ára gamall en hann verður átján ára í sumar.

Bellingham varð með markinu yngsti Englendingurinn til að skora í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en Theo Walcott átti gamla metið. Einum leikmanni hefur tekist að skora fyrr á ferlinum í útsláttarkeppni en það var Bojan Krkic með Barcelona. Bojan var 72 dögum yngri en Bellingham er í dag.

Í heildina er Bellingham sá yngsti til að skora fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og sá áttundi yngsti til að skora á hvaða stigi keppninnar sem er.

Bellingham gekk í raðir Dortmund síðasta haust frá Birmingham sem endaði í 20. sæti næstefstu deildar. Hann er yngsti Englendingurinn til að spila tíu leiki í Meistaradeildinni og sá næstyngsti í sögunni en eingungis Youri Tielemans var yngri þegar hann spilaði sinn tíunda leik.

Staðan í leik Dortmung og Manchester City er 1-0 fyrir Dortmund og fer liðið áfram í undanúrslit ef staðan breytist ekki.

Bellingham er mikið til umræðu á samskiptaforritinu Twitter og hér að neðan má sjá brot af þeirr umræðu og staðreyndum um kappann.

Dortmund bendir á að Bellingham sé einungis sautján ára gamall og Gary Martin bendir á að Bellingham megi ekki kaupa sér bjór á Englandi.











Athugasemdir
banner
banner
banner
banner