Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 14. apríl 2024 22:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi gæti spilað 90 mínútur gegn Stjörnunni.
Gylfi gæti spilað 90 mínútur gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann er betri en enginn'
'Hann er betri en enginn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta var bara val sem við tókum'
'Þetta var bara val sem við tókum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fór í Árbæinn og gerði jafntefli við Fylki í 2. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, ræddi við Fótbolta.net og mbl.is eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Vonbrigði að fara héðan með eitt stig, mér fannst við alveg hafa gert nóg til að taka þrjú stig en að því sögðu þá klikkuðu þeir á víti og áttu sínar tilraunir. Það var alveg vitað að þeir væru mjög fljótir og skæðir fram á við. Við vorum örugglega tæp 70% með boltann og ég veit ekki hvað við áttum margar marktilraunir. Við komumst oft aftur fyrir þá en náðum ekki síðustu sendingu - ekki nægilega mikil gæði þar. Maður hélt alltaf í vonina að við gætum náð þessu eina marki í blálokin en það gekk ekki."

„Patrick fær færi og Tryggvi kemst í stöðu... markmaðurinn (Ólafur Kristófer) stóð sig frábærlega. Við eigum samt að gera betur."

„Mér fannst ágætis tempó sérstaklega í seinni hálfleiknum, ég veit ekki hvað Birkir komst inn í vítateig en það vantaði upp á síðustu sendingar, líka hinu megin hjá Gísla og Tryggva. Við sköpuðum ekki nóg af algjörum dauðafærum eins og við hefðum átt að gera. Við fengum samt einhver en inn vildi boltinn ekki. Þeir fengu líka alveg sín móment í leiknum og hefðu hæglega getað skorað mark."


Hefði viljað fá boltann oftar á fyrsta tempói inn á teiginn
Gísli Laxdal kom inn í liðið fyrir Sigurð Egil Lárusson sem glímir við meiðsli.

„Hann var allt í lagi, maður sér alveg að hann er ekki búinn að spila (þessa stöðu), búinn að spila miklu meira hægra megin. Það sem gerist er að menn verða aðeins ragir að þora fara, maður sá að hann sneri oft við í staðinn fyrir að keyra á eða taka með vinstri fyrir - sem er bara eðlilegt. Það hefði alveg verið gott að fá boltann oftar á fyrsta tempói inn í, en það er bara eins og það er."

„Spurningin var hvort við myndum henda Birki vinstra megin og Gísla hægra megin. Þetta var bara val sem við tókum."

„Það þarf að koma í ljós með Sigga, við vorum að láta okkur dreyma um að hann gæti náð leiknum en það var of snemmt. Við skoðum bara núna næstu daga hvernig hann verður."


Gísli fékk á sig víti í leiknum. „Ég held að það hafi alveg verið rétt, það þarf ekki mikla snertingu og held að hann hafi bara verið klókur og komið sér fram fyrir. Ég held að menn flauti á þetta að öllu jöfnu."

Gylfi gæti spilað 90 í næsta leik
Gylfi spilaði meira í þessum leik en gegn ÍA, hvenær getur hann spilað 90 mínútur?

„Ég myndi halda að það gæti gerst í næstu viku. Við verðum að sjá, núna er styttra recovery (leikur á föstudag), fimm dagar í leik. Bara eitt skref í einu."

Góður í vítum þó hann hafi ekki sýnt það að undanförnu
Frederik Schram var maður leiksins í dag, varði vítaspyrnu og varði einu sinni frábærlega í seinni hálfleiknum.

„Hann er betri en enginn. Hann er góður í vítum þó að við sáum það ekki í þessum tveimur vítaspyrnukeppnum sem við höfum farið í. En það gerði klárlega mikið fyrir okkur í þessum leik að vera með frábæran markmann."

„Ef við myndum spila þennan leik aftur þá er ég viss um að niðurstaðan yrði önnur miðað við yfirburðina á fótboltavellinum og þær stöður sem við komum okkur í. Að því sögðu þá voru þeir alltaf beinskeyttir fram á við."


Það er kannski ákveðið lúxusvandamál, með Kidda Frey á bekknum, hvernig eigi að koma þessum mönnum fyrir?

„Mér fannst Kiddi koma vel inn, fannst koma kraftur með honum inn og hann var að gera fína hluti sem er mjög jákvætt," sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner