Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   sun 14. apríl 2024 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Stefán Ingi kom inn af bekknum og skoraði - Jón Dagur lagði upp
Stefán Ingi hefur gert vel á fyrsta tímabili sínu með Patro Eisden
Stefán Ingi hefur gert vel á fyrsta tímabili sínu með Patro Eisden
Mynd: Aðsend
Jón Dagur Þorsteinsson og Stefán Ingi Sigurðarson gerðu ágætlega í belgíska boltanum í dag en báðir komu að marki hjá sínum liðum.

Stefán Ingi byrjaði á bekknum hjá Patro Eisden í 3-2 tapi gegn Oostende.

Blikinn kom inn af bekknum á 72. mínútu og skoraði annað mark liðsins seint í uppbótartíma. Þetta var sjöunda mark Stefáns á tímabilinu en Patro Eisden er enn í harðri baráttu um að komast í umspil.

Patro er í 6. sæti deildarinnar með 48 stig en sætið er það síðasta sem gefur þátttökurétt í umspil í efstu deild. Liðið er með tveggja stiga forystu á RFC Liege fyrir lokaumferðina.

Jón Dagur lagði þá upp fyrra mark Leuven í 2-1 sigri á Gent í kvöld en liðið spilar í Evrópuriðlinu,.

HK-ingurinn lagði upp sjötta mark sitt á tímabilinu og hefur hann samtals komið að tíu mörkum í deildinni.

Leuven er í 4. sæti Evrópuriðilsins með 19 stig, ellefu stigum frá toppliði Gent.
Athugasemdir
banner
banner