Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. maí 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Átta með veiruna hjá Besiktas - Forsetinn sýktur
Loris Karius var hjá Besiktas að láni en sneri aftur til Liverpool í apríl.
Loris Karius var hjá Besiktas að láni en sneri aftur til Liverpool í apríl.
Mynd: EPA
Allir leikmenn og starfsmenn Besiktas tóku kórónuveirupróf á miðvikudaginn og tilkynnti félagið að átta einstaklingar væru sýktir. Þessir átta bætast við aðra tvo sem voru þegar sýktir.

Skömmu síðar var tilkynnt að forseti félagsins, Ahmet Nur Cebi, væri meðal sýktra. Nur Cebi er 61 árs gamall.

Besiktas er eitt af stærstu félögum í sögu tyrkneska boltans en hefur átt slakt tímabil og situr í fimmta sæti deildarinnar, níu stigum frá toppinum.

Kevin-Prince Boateng, Adem Ljajic, Georges-Kevin Nkoudou, Domagoj Vida, Jeremain Lens og Mohamed Elneny eru meðal leikmanna Besiktas.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner