Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. maí 2020 06:00
Aksentije Milisic
Balotelli borðaði pappa og beit í vegg í útgöngubanninu
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, leikmaður Brescia á Ítalíu, hefur viðurkennt að honum hafi gengið illa að aðlagast í útgöngubanninu. Megin ástæðan fyrir því er vegna þess að hann kann ekki að elda.

Sett var útgöngubann á Ítalíu vegna kóróna veirunnar og segir Balotelli að hann hafi í borðað pappa fyrstu þrjá daganna.

„Ef þú sendir boltann á mig núna mun ég ekki geta hamið hann með fyrstu snertingu. Það eru tveir mánuðir síðan ég snerti bolta," sagði Balotelli við Alessandro Matri á Instagram.

„Ég var að verða brjálaður fyrstu vikurnar, því ég var aleinn. Dóttir mín er í Napólí, sonur minn í Zurich, móðir mín er á ákveðnum aldri og þarf umönnun, bræður mínir voru í sóttkví með börnum þeirra, svo ég var aleinn. Það var erfitt.

Það versta við bannið fyrir Balotelli var hins vegar það að hann kann ekki að elda.

„Í grundvallaratriðum borðaði ég pappa og ég reyndi að bíta klump úr veggnum fyrstu þrjá dagana, þar sem ég get ekki eldað neitt. Sem betur fer tókst mér síðan að fá mat afhentan til mín. “

Athugasemdir
banner
banner