Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. maí 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Calhanoglu gæti gengið í raðir Juventus
Calhanoglu.
Calhanoglu.
Mynd: Getty Images
Hakan Calhanoglu er nálægt því að ná samkomulagi við Juventus samkvæmt Calciomercato.com en samningur tyrkneska landsliðsmannsins við AC Milan rennur út í sumar.

Calhanoglu, sem er 27 ára miðjumaður, hefur verið í viðræðum við forráðamenn Milan um nýjan samning en ekk hefur náðst samkomulag.

Ef AC Milan nær að komast í Meistaradeildina gæti félagið boðið honum betri samning. Milan mætir Cagliari á sunnudag og gæti sigur þar fært liðinu sitt fyrsta Meistaradeildarsæti síðan 2013.

Hætta er á að Juventus missi af Meistaradeildarsæti en liðið er í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar, einu stigi frá Napoli.
Athugasemdir
banner
banner