Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd lítur til 19 ára Ganverja sem hefur slegið í gegn í Danmörku
Haldið utan um Sulemana.
Haldið utan um Sulemana.
Mynd: Getty Images
Manchester United er byrjað að skoða í kringum sig fyrir félagaskiptagluggann í sumar.

Svo virðist sem félagið hafi áhuga á Kamaldeen Sulemana, kantmanni Nordsjælland í Danmörku. Stjórnarformaður félagsins, Jan Laursen, hefur gefið það út.

„United er eitt af þeim félögum sem kemur stundum hingað að horfa á hann," sagði Laursen við Bold.

Sulemana er 19 ára gamall strákur frá Gana sem hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Nordsjælland á tímabilinu. Hann er líka sagður á óskalista Ajax fyrir sumarið.

Annar leikmaður sem er sagður undir smásjá Man Utd er argentíski miðvörðurinn Christian Romero. Hann er 23 ára gamall og hefur átt frábært tímabil á láni hjá Atalanta frá Juventus. Sky Sports segir frá því að Man Utd vilji bæta við sig miðverði og þar sé Romero ofarlega á lista ásamt Sven Botman, miðverði Lille, og Jules Kounde, miðverði Sevilla.

Sjá einnig:
Nordsjælland og Right to Dream: Tækifæri að verða fyrirmynd
Athugasemdir
banner
banner
banner