Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. maí 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Tuchel: Spilum tvo úrslitaleiki við Leicester
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Kepa verður í markinu.
Kepa verður í markinu.
Mynd: Getty Images
Wembley leikvangurinn.
Wembley leikvangurinn.
Mynd: EPA
Chelsea er að fara að mæta Leicester í úrslitaleik FA bikarsins á morgun en liðin eigast svo aftur við á þriðjudaginn í ensku úrvalsdeildinni. Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir báða leikina vera úrslitaleiki.

„Þetta eru tveir úrslitaleikir og við hugsum ekki um neitt annað. Fyrst er úrslitaleikur bikarsins og svo úrslitaleikur um að enda í topp fjórum," segir Tuchel.

„Við þurfum að vera klárir í slaginn. Allir sigrar gefa þér góða tilfinningu og það er erfitt að spila tvo úrslitaleiki gegn sama liðinu en allir í hópnum eru til taks."

„Það var svekkjandi að koma sér ekki í lykilstöðu með því að vinna Arsenal en nú er stundin til að stíga upp."

Úrslitaleikur FA-bikarsins á morgun hefst klukkan 16:15 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

„Þetta er stórleikur á Wembley og fyrsti úrslitaleikur minn á Englandi. Þetta er stór stund en ég læt tilfinningarnar ekki hafa áhrif á mig," segir Tuchel.

Kepa í markinu
Kepa Arrizabalaga mun verja mark Chelsea í bikarúrslitaleiknum en hann er varamarkvörður félagsins. Kepa hefur spilað í bikarkeppninni og tekur úrslitaleikinn.

„Hann er markvörður okkar í þessari keppni, þú breytir því þá ekki í úrsltialeiknum. Hann er hluti af hópnum og hefur hjálpað okkur í úrslitaleikinn og hann á skilið að spila. Hann er öflugur markvörður," segir Tuchel.

Króatíski miðjumaðurinn Matteo Kovacic er orðinn leikfær eftir meiðsli.

„Matteo er með allt sem við þurfum. Hann er með kraft og ákveðni. Hann er með reynslu úr stórum leikjum og við þurfum á þessum eiginleikum að halda á lykiltímum á tímabilinu. Það eru góðar fréttir fyrir okkur að hann sé kominn aftur í klefann."

Ánægjulegt að hafa stuðningsfólk
Um 22 þúsund áhorfendur verða á Wembley á úrslitaleiknum og Tuchel segir það mikið ánægjuefni að geta spilað fyrir framan aðdáendur.

„Ég var búinn að gleyma því að það verða áhorfendur því við erum orðnir svo vanir því að spila á tómum völlum! Það verður mikil breyting en ánægjuleg breyting. Þetta er ekki sami leikur án stuðningsmanna og ánægjuefni að sjá okkar fólk í stúkunni," segir Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner