Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 14. maí 2022 05:55
Victor Pálsson
Ítalía í dag - Venezia getur fallið
Mynd: EPA

Salernitana þarf á sigri að halda í dag gegn Empoli í Serie A á Ítalíu en fallbaráttan þar í landi er spennandi fyrir tvær síðustu umferðirnar.


Salernitana er með 30 stig í 17. sæti fyrir leikinn en Cagliari er sæti neðar með 29 stig og Genoa fylgir þar á eftir með 28. Empoli er í 14. sætinu og er búið að tryggja sér áframhaldandi veru í efstu deild.

Síðasti leikur dagsins er einnig spennandi en Roma spilar þá við Venezia og þarf sigur í baráttu um Evrópusæti.

Íslendingalið Venezia fellur með tapi í þessum leik en liðið er á botninum með 25 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

Verona og Torino mætast þá klukkan 16:00 og á sama tíma eigast við Udinese og Spezia. Spezia getur enn fallið og hefur tapað fjórum leikjum í röð.

Ítalía: Sería A
13:00 Empoli - Salernitana
16:00 Verona - Torino
16:00 Udinese - Spezia
18:45 Roma - Venezia


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner
banner