Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 14. júní 2019 00:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Arnór skoraði átta - GG og Björninn vinna alla leiki
Byrjunarlið Bjarnarins í kvöld.
Byrjunarlið Bjarnarins í kvöld.
Mynd: Björninn
Arnór Siggeirsson, hér í búningi Þróttar Vogum, skoraði átta mörk er Úlfarnir burstuðu Afríku.
Arnór Siggeirsson, hér í búningi Þróttar Vogum, skoraði átta mörk er Úlfarnir burstuðu Afríku.
Mynd: Þróttur V.
Úr leik hjá GG sem hefur unnið alla sína leiki í sumar.
Úr leik hjá GG sem hefur unnið alla sína leiki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Viðar Þór Sigurðsson skoraði fernu í kvöld.
Viðar Þór Sigurðsson skoraði fernu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Það var leikið í öllum riðlum 4. deildar karla í dag og í gær.

A-riðill:
Það voru þrír leikir í A-riðlinum í kvöld. Björninn heldur áfram að spila vel. Þeir unnu 6-2 sigur á Mídas eru á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Árborg vann 3-0 sigur á Ísbirnunum og kemur næst með 12 stig. Liðið sem er í þriðja sæti riðilsins, Ýmir, tapaði á heimavelli gegn Vatnaliljum. Frekar óvænt þar sem Vatnaliljur voru án stiga fyrir leikinn. Þungt högg fyrir Ými í baráttunni um efstu tvö sæti riðilsins.

Mídas 2 - 6 Björninn
0-1 Geraldo Pali ('18)
0-2 Sólon Kolbeinn Ingason ('24)
0-3 Þorgeir Örn Tryggvason ('48)
1-3 Óskar Þór Jónsson ('57, víti)
2-3 Óskar Örn Eyþórsson ('65)
2-4 Þorgeir Örn Tryggvason ('65)
2-5 Sólon Kolbeinn Ingason ('81)
2-6 Birkir Þorri Sigurðarson ('93)

Árborg 3 - 0 Ísbjörninn
1-0 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('34)
2-0 Guðmundur Garðar Sigfússon ('39)
3-0 Guðmundur Garðar Sigfússon ('54)

Ýmir 2 - 4 Vatnaliljur
0-1 Níels Jensen ('10)
0-2 Bjarki Steinar Björnsson ('29, víti)
0-3 Níels Jensen ('41)
1-3 Birgir Magnússon ('63, víti)
1-4 Kristþór Logi Sæmundsson ('64)
2-4 Breki Muntaga Jallow ('72)

B-riðill:
Í B-riðli voru tveir leikir í gær. Úlfarnir löguðu markatölu sína með því að vinna Afríku 12-0. Afríka er á botni riðilsins, án stiga og með markatöluna 0:35. Arnór Siggeirsson fór á kostum fyrir Úlfana og skoraði átta mörk í leiknum. Magnað. Úlfarnir eru í þriðja sæti riðilsins með níu stig. Í hinum leiknum í gær vann KB 2-0 sigur á ÍH í Breiðholti. KB er með níu stig á meðan ÍH er aðeins með þrjú stig.

Úlfarnir 12 - 0 Afríka
Mörk Úlfanna: Arnór Siggeirsson 8, Steinar Haraldsson 2, Hákon Gunnarsson, Andri Þór Sólbergsson.

KB 2 - 0 ÍH
1-0 Aakash Gurung ('45)
2-0 Kjartan Andri Baldvinsson ('75)
Rautt spjald: Sigurður Þór Kjartansson, ÍH ('90)

C-riðill:
GG er með fullt hús stiga í C-riðlinum eftir fimm leiki. GG vann þægilegan 4-0 sigur á Létti á útivelli í gær. Léttir er í þriðja sæti með sex stig. Liðið hefur tapað þremur í röð. Einn annar leikur var í C-riðli og þar vann Álfoss sinn annan sigur í sumar. Álafoss lagði Berserki að velli og eru bæði lið með sex stig, eins og Léttir.

Léttir 0 - 4 GG
0-1 Sigurður Þór Hallgrímsson ('27)
0-2 Jón Unnar Viktorsson ('45)
0-3 Jón Unnnar Viktorsson ('55, víti)
0-4 Ingi Steinn Ingvarsson ('67)

Álafoss 2 - 1 Berserkir
0-1 Ragnar Hjaltested ('2)
1-1 Ronnarong Wongmahadthai ('54)
2-1 Gylfi Hólm Erlendsson ('81)

D-riðill:
Í D-riðlinum voru þrír leikir í dag og í gær. Ægir, Elliði og KFR eru öll með 10 stig í efstu þremur sætum riðilsins. Ægir vann 4-1 sigur á KFS í gær á meðan KFR tapaði gegn KÁ. KÁ, varalið Hauka, vann þar sinn fyrsta sigur í sumar. Patrik Snær Atlason skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. KÁ er með fjögur stig. Kría vann þá sinn fyrsta sigur í sumar er liðið vann Kóngana í 13 marka leik. Kóngarnir skoruðu sín fyrstu mörk í sumar, en fengu einnig á sig níu mörk. Kóngarnir eru án stiga á meðan Kría er með fimm stig.

Ægir 4 - 1 KFS
1-0 Ásgrímur Þór Bjarnason ('4)
1-1 Ásgeir Elíasson ('5)
2-1 Sjálfsmark ('53)
3-1 Pétur Smári Sigurðsson ('75)
4-1 Goran Potkozarac ('90)

KFR 0 - 1 KÁ
0-1 Patrik Snær Atlason ('70, víti)

Kóngarnir 4 - 9 Kría
0-1 Viðar Þór Sigurðsson ('7)
1-1 Aleksandar Milenkovic ('20)
1-2 Davíð Fannar Ragnarsson ('33)
1-3 Baldvin Benediktsson ('36)
1-4 Ingólfur Þráinsson ('41)
1-5 Viðar Þór Sigurðsson ('43)
1-6 Viðar Þór Sigurðsson ('54)
2-6 Breki Þór Skúlason ('56)
3-6 Sveinn Smári Leifsson ('61)
4-6 Amarildo Siveja ('67)
4-7 Jóhannes Hilmarsson ('85)
4-8 Bessi Jóhannsson ('90)
4-9 Viðar Þór Sigurðsson ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner