fös 14. júní 2019 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlynur Atli meiddist er hann féll harkalega á bakið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hlynur Atli Magnússon fór meiddur af velli þegar Fram tapaði 3-2 gegn Gróttu í Inkasso-deildinni í gær.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

„Ég féll harkalega á bakið eftir skallabaráttu þar sem mér fannst hann beygja sig undir mig," segir Hlynur Atli í samtali við Fótbolta.net.

„Ekkert er brotið samkvæmt röntgenmyndatöku. Ég var sendur heim með vöðvaslakandi og verkjastillandi. Það var ekki hægt að mynda nánar vegna bólgu og mögulegra blæðinga. Ég á erfitt með að reisa mig upp og leggjast niður, og á að halda mer gangandi og bakinu á léttri hreyfingu og sjá hvað það gerir fyrir mig í framhaldinu."

Næsti leikur Fram í Inkasso-deildinni er gegn Víkingi Ólafsvík laugardaginn 22. júní. Það er spurning hvort Hlynur Atli verði klár í slaginn í þann leik. Hann hefur hingað til spilað alla leiki liðsins í Inkasso-deildinni í sumar.

Fram hefði farið á topp deildarinnar með sigri í gær, en Grótta náði að snúa stöðunni sér í vil á síðustu mínútunum. Fram er í fjórða sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner