Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 14. júlí 2020 09:57
Fótbolti.net
Þróttur að fara í gegnum heilt ár án þess að vinna leik
Þróttarar eru í miklum erfiðleikum.
Þróttarar eru í miklum erfiðleikum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þróttur Reykjavík er stigalaust á botni Lengjudeildarinnar en í fyrra bjargaði liðið sér naumlega frá falli. Síðasti sigurleikur Þróttar á Íslandsmóti var 30. júlí 2019, sigur gegn Haukum sem féllu svo úr deildinni.

Fjallað var um þetta í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

„Það er mjög líklegt að þeir fari í gegnum heilt ár án þess að vinna leik. Keflavík, Fram og ÍBV eru komandi leikir. Þeir þurfa að vinna einhvern af þessum leikjum ef þeir ætla ekki að fara í gegnum tólf mánuði án sigurs," segir Elvar Geir.

„Þetta er sorgarsaga í Laugardalnum og ekkert minna en það. Þróttur er stemningsfélag með geggjaða stuðningsmenn. Þróttur er lið sem á að vera lið sem spila stórskemmtilegan fótbolta en ekki hanga í vörn og vona það besta," segir Ingólfur Sigurðsson.

Undir stjórn Gunnars Guðmundssonar hefur Þrótti aðeins tekist að skora eitt mark í fimm fyrstu leikjum Lengjudeildarinnar, sárabótamark gegn Leikni.

Dómgæslan ekki að falla með Þrótturum
Eins og oft vill verða hjá liðum sem eru í basli þá fellur dómgæslan ekki með Þrótturum. Um liðna helgi tapaði liðið 1-0 fyrir Vestra þar sem eina markið kom í blálokin.

„Þetta mark kom eftir horn sem Vestri átti alls ekki að fá. Svo sýndist mér vera hendi líka í aðdragandanum. Mjög svekkjandi fyrir Þróttara," segir Elvar í Innkastinu.

Smelltu hér til að sjá sigurmark Vestra

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.

Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner