Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
   fim 14. júlí 2022 14:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Faðir Amöndu: Vonandi fær hún mínútur til að sýna hvað hún getur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Sigþórsson faðir Amöndu Andradóttur landsliðskonu er mættur til Englands að fylgjast með liðinu gegn Ítalíu í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn.

„Mér líst mjög vel á leikinn í dag. Þetta verður erfiðari leikur en síðasti leikur, Ítalarnir eru að mínu mati sterkari en Belgarnir þannig ég á von á erfiðum leik í dag en ef þær þjappa sér vel saman eigum við að geta náð í úrslitin sem við viljum," sagði Andri.

Andri komst ekki á leikinn gegn Belgíu þar sem hann var veikur heima.

„Ég lenti í Covid heima þannig ég sat fastur, fjölskyldan fór út og ég var eftir með tárin í augunum í sófanum að fylgjast með stemningunni. Nú er ég mættur og þetta er rosalegt, æðislegt að vera í kringum Íslendingana, þeir kunna að búa til stemningu."

Hann er eðlilega gríðarlega stoltur af dóttur sinni en hann vonast til að hún fái að sýna sig á mótinu.

„Það er stórkostlegt, mest fyrir hana. Hún er yngst á mótinu og það er árangur í sjálfum sér fyrir hana. En hún er hérna því hún er frambærileg í fótbolta. Sem pabbi gerir það þetta extra skemmtilegt en við erum hér til að styðja liðið og svo vonandi fær hún nokkrar mínútur til að sýna hvað hún getur," sagði Andri.

Athugasemdir
banner
banner