Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV var hress eftir sigur sinna manna á heimavelli gegn Stjörnunni.
Staðan var markalaus þar til í síðari hálfleik þegar Alex Freyr Hilmarsson skoraði skallamark til að útkljá nokkuð jafna viðureign.
„Þetta var hörkuleikur sem gat fallið báðu megin. Mér fannst eins og liðið sem skoraði fyrsta markið myndu klára þetta. Það er pínu klisja að segja þetta en mér fannst við vilja þetta aðeins meira heldur en andstæðingarnir okkar í dag," voru fyrstu viðbrögð Láka eftir sigurinn.
Lykilmaðurinn Oliver Heiðarsson kom aftur úr meiðslum í dag og sýndi gæðin sín þrátt fyrir að vera ryðgaður eftir fjarveru.
Láki staðfesti þá að miðvörðurinn Jovan Mitrovic er á leið heim til Serbíu.
„Við erum að sækja okkur nýjan leikmann sem verður tilkynntur á morgun. Við erum gríðarlega ánægðir með hann. Hann getur spilað allar varnar- og miðjustöður og á eftir að nýtast okkur mjög vel."
Eyjamenn eru með 18 stig eftir 15 umferðir, þremur stigum fyrir ofan fallsæti og aðeins einu stigi frá sæti í efri hlutanum.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
8. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
11. ÍA | 15 | 5 | 0 | 10 | 16 - 32 | -16 | 15 |
12. KA | 15 | 4 | 3 | 8 | 14 - 31 | -17 | 15 |
Athugasemdir