Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. ágúst 2019 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson: Mikilvægt að halda áfram að vinna
Mynd: Getty Images
„Þetta var erfitt. Það er mikill raki hérna og að fara í framlengingu líka," sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu.

Eftir framlengingu var staðan 2-2 og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þar var spænski markvörðurinn Adrian, sem er að leysa Alisson af, hetjan. Alisson er meiddur.

„Chelsea er frábært lið og það er ekki gaman að tapa svona. Við vitum það eftir Samfélagsskjöldinn, en sem betur fer unnum við í þetta skiptið."

„Við spiluðum ekki sérstaklega vel, en við héldum alltaf áfram. Það er mikilvægt að halda áfram að vinna."

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd Adrian. Hann er nýkominn til félagsins og hann er hetjan í kvöld," sagði Jordan Henderson.
Athugasemdir
banner
banner
banner