Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lo Celso er lentur í Villarreal
Lo Celso komst í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Villarreal en tapaði þar gegn Liverpool.
Lo Celso komst í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Villarreal en tapaði þar gegn Liverpool.
Mynd: EPA

Argentínski miðjumaðurinn Giovani Lo Celso er ekki í áformum Antonio Conte og er á leið til Villarreal á lánssamningi. Hann er staddur á Spáni þessa stundina þar sem hann gengst undir læknisskoðun og skrifar undir samning.


Samningurinn gildir út tímabilið og í honum er sérstakt ákvæði sem gerir Tottenham kleift að kalla leikmanninn aftur til sín í janúar ef kauptilboð berst í hann frá öðru félagi. Það fylgir ekki kaupmöguleiki með láninu þannig Lo Celso mun snúa aftur til London næsta sumar nema Spurs samþykki eitthvað tilboð.

Lo Celso er 26 ára og hefur spilað 84 leiki á tveimur og hálfu ári hjá Tottenham. Hann var fastamaður í byrjunarliðinu hjá Villarreal á seinni hluta síðustu leiktíðar.

Tottenham borgaði 42 milljónir punda til Real Betis til að kaupa Lo Celso fyrir tveimur árum og nú á hann þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið.

Miðjumaðurinn á 39 landsleiki að baki fyrir Argentínu.


Athugasemdir
banner
banner