Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. ágúst 2022 11:47
Aksentije Milisic
Stjóri Brentford var orðlaus eftir stórsigurinn á Man Utd
Orðlaus.
Orðlaus.
Mynd: EPA

Thomas Frank, stjóri Brentford, byrjaði viðtalið eftir leik á að segja að hann væri orðlaus eftir þessa frammistöðu og þyrfti hann aðeins að jafna sig.


Brentford niðurlægði Manchester United í gær í ensku úrvalsdeildinni en staðan eftir 35. mínútna leik var 4-0 fyrir Brentford. Þannig lauk leiknum en ekkert var skorað í síðari hálfleiknum.

„Ég er bara orðlaus eftir þetta að einhverju leyti," sagði Frank hikandi í viðtali eftir leikinn.

„Ég veit að þetta er Man Utd, stærsta félag í heimi, ennþá eitt besta liðið, frábærir leikmenn sem við vorum að vinna 4-0. Mjög sanngjarn sigur en ég er ekki viss um að þetta hafi verið endilega 4-0 sigur."

„Ég mun skilja þetta allt betur á morgun (í dag) því ég veit hversu gott lið þetta er og hversu góðir leikmennirnir eru. Það eru ekki mjög óvænt úrslit að við unnum, en 4-0 er auðvitað bara klikkun."

Brentford er með fjögur stig eftir tvo leiki en Man Utd situr á botninum með ekkert stig og -5 í markatölu.


Athugasemdir
banner
banner
banner