Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. ágúst 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tók aldrei þá „sjálfselsku" ákvörðun að yfirgefa Chelsea
Azpilicueta á 477 leiki að baki á tíu árum hjá Chelsea. Hann lék áður fyrir Osasuna og Marseille og á 40 landsleiki að baki fyrir Spán.
Azpilicueta á 477 leiki að baki á tíu árum hjá Chelsea. Hann lék áður fyrir Osasuna og Marseille og á 40 landsleiki að baki fyrir Spán.
Mynd: Getty Images

Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, var næstum genginn til liðs við Barcelona í sumar en skrifaði þess í stað undir nýjan tveggja ára samning við Lundúnafélagið.


Azpilicueta, sem verður 33 ára eftir tvær vikur, átti eitt ár eftir af gamla samningnum við Chelsea. Hann lét félagið vita eftir HM félagsliða í febrúar að hann væri búinn að vinna allt mögulegt með félaginu og vildi róa á önnur mið. Skömmu seinna fór sem fór með innrás Vladímír Pútín inn í Úkraínu og var allt sett á ís innan félagsins þar til Todd Boehly keypti það í sumar.

Chelsea er í vandræðum með varnarlínuna eftir að hafa misst Andreas Christensen til Barcelona og Antonio Rüdiger til Real Madrid og vildi stjórn félagsins ekki missa Azpilicueta ofan á það.

„Ég var alltaf skuldbundinn og trúr félaginu í gegnum þetta allt. Hér á ég heima og ég tók aldrei þá sjálfselsku ákvörðun að yfirgefa Chelsea. Eftir HM félagsliða lét ég félagið vita að mig langaði í nýja áskorun en svo breyttist allt útaf stríðinu," sagði Azpilicueta í viðtali við Sky Sports.

„Ég átti góðar samræður við nýju eigendurnar og er stoltur af því að vera fyrirliði Chelsea. Ég tók ákvörðun um að það væri best fyrir alla ef ég yrði hérna áfram. Ég hlakka mikið til næstu ára."

Azpilicueta segir að jákvætt sumar á leikmannamarkaðinum eftir að nýir eigendur tóku við hafi hjálpað honum að taka ákvörðun.

„Það er gífurlega mikilvægt fyrir mig að félagið haldi áfram að sýna mikinn metnað og vinna titla. Nýju eigendurnir eru mjög heiðarlegir við mig og þeir sýndu það á leikmannamarkaðinum að þeir eru metnaðarfullir. 

„Eigendurnir hafa náð árangri með íþróttafélög í öðrum íþróttum og ég hef fulla trú á að þeim takist að skila árangri til Chelsea."

Chelsea er búið að krækja í Raheem Sterling, Marc Cucurella, Kalidou Koulibaly, Carney Chukwuemeka og Gabriel Slonina í sumar auk tveggja efnilegra leikmanna fyrir akademíuna.


Athugasemdir
banner
banner