Júlíus Magnússon og hans menn í Fredrikstad unnu 1-0 sigur á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Víkingurinn var eins og venjulega með fyrirliðabandið á miðsvæði Fredrikstad.
Hann lék allan leikinn á meðan Anton Logi Lúðvíksson kom inn af bekknum hjá Haugesund þegar hálftími var eftir.
Sigurmarkið lét bíða eftir sér en það kom ekki fyrr en á þriðju mínútu í uppbótartíma síðari hálfleiks. Það gerði Mai Traore fyrir Fredrikstad sem er nú með 31 stig í 5. sæti. Haugesund er á meðan í neðsta sæti með 17 stig.
Davíð Snær Jóhannsson lék allan leikinn fyrir Álasund sem vann Sandnes, 2-0, í norsku B-deildinni. Sigur Álasunds kemur liðinu upp úr fallsæti og í 12. sæti með 18 stig.
Athugasemdir