Manchester United er að búast við því að fá formleg tilboð í danska miðjumanninn Christian Eriksen áður en glugginn lokar um mánaðamót.
Þessi 32 ára gamli miðjumaður á eitt ár eftir af samningi sínum hjá United en hann er ekki í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra United, fyrir tímabilið.
Eriksen var ónotaður varamaður í tapi United gegn Manchester City í Samfélagsskildinum á dögunum.
Mikill áhugi er á Eriksen og er United að búast við formlegum tilboðum frá nokkrum félögum á næstu vikum.
Eriksen kom til United frá Brentford fyrir tveimur árum og síðan þá spilað 72 leiki og gert 3 mörk.
Athugasemdir