Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 14. ágúst 2024 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd býst við tilboðum í Eriksen
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United er að búast við því að fá formleg tilboð í danska miðjumanninn Christian Eriksen áður en glugginn lokar um mánaðamót.

Þessi 32 ára gamli miðjumaður á eitt ár eftir af samningi sínum hjá United en hann er ekki í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra United, fyrir tímabilið.

Eriksen var ónotaður varamaður í tapi United gegn Manchester City í Samfélagsskildinum á dögunum.

Mikill áhugi er á Eriksen og er United að búast við formlegum tilboðum frá nokkrum félögum á næstu vikum.

Eriksen kom til United frá Brentford fyrir tveimur árum og síðan þá spilað 72 leiki og gert 3 mörk.
Athugasemdir
banner
banner