Enski vængmaðurinn Jadon Sancho gæti farið frá Manchester United fyrir gluggalok. Hann kom inn á í seinni hálfleik þegar United mætti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn og klikkaði svo á vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni.
United greiddi um 73 milljónir punda fyrir Sancho árið 2021 þegar hann kom frá Dortmund.
United greiddi um 73 milljónir punda fyrir Sancho árið 2021 þegar hann kom frá Dortmund.
Sancho hefur gefið PSG grænt ljós á að kaupa sig, hann er tilbúinn að fara, en United mun ekki hleypa honum ódýrt í burtu.
Sancho lenti upp á kant við stjórann, Erik ten Hag, fyrir tæpu ári síðan, og spilaði ekki meira með liðinu það tímabilið. Hann fór á láni til Dortmund í janúar en hefur verið í kringum aðallið United í sumar.
RMC Sport segir að United vilji fá 51,4 milljónir punda fyrir Sancho á þessum tímapunkti.
United hefur áhuga á Manuel Ugarte, miðjumanni PSG, og spurning hvort einhvers konar skipti geti átt sér stað. PSG er sagt vilja einmitt 51,4 milljónir fyrir Ugarte.
Athugasemdir