Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny er án félags en hann og Juventus sömdu um starfslok í dag.
Szczesny, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og Roma, er nú frjálst að ræða við önnur félög.
Hann lék 252 leiki í öllum keppnum fyrir Juventus og varð nýlega einn af sjö erlendum leikmönnum sem ná að spila 200 leiki í ítölsku A-deildinni fyrir félagið.
Szczesny, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og Roma, er nú frjálst að ræða við önnur félög.
Hann lék 252 leiki í öllum keppnum fyrir Juventus og varð nýlega einn af sjö erlendum leikmönnum sem ná að spila 200 leiki í ítölsku A-deildinni fyrir félagið.
Samningur Szczesny átti að renna út eftir eitt ár. Fyrr í þessum félagaskiptaglugga keypti Juventus markvörðinn Michele Di Gregorio frá Monza og hann hefur byrjað alla æfingaleikina síðan.
Szczesny er 34 ára og hefur verið orðaður við Monza og Sádi-Arabíu. Íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir mögulegt að hann leggi jafnvel hanskana á hilluna. Það á allt eftir að koma í ljós.
Athugasemdir