Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Milan að kaupa bakvörð frá Young Boys
Athekame í leik með Young Boys í Meistaradeild Evrópu. Hann spilaði 43 leiki með Young Boys á síðustu leiktíð í öllum keppnum.
Athekame í leik með Young Boys í Meistaradeild Evrópu. Hann spilaði 43 leiki með Young Boys á síðustu leiktíð í öllum keppnum.
Mynd: EPA
Ítalska stórveldið AC Milan er að reyna að klófesta hægri bakvörð þessa dagana úr röðum Young Boys.

Young Boys hafnaði tilboði frá Milan sem hljóðaði upp á 7 milljónir evra en ítalska félagið er búið að gera endurbætt tilboð í leikmanninn.

Í þetta skiptið býður Milan 8 milljónir auk árangurstengdra aukagreiðslna svo upphæðin getur farið yfir 10 milljónir evra í heildina.

Leikmaðurinn heitir Zachary Athekame og er aðeins 20 ára gamall. Hann leikur fyrir U21 landslið Sviss og er orðinn mikilvægur hlekkur í sterku liði Young Boys.

Hjá Milan myndi Athekame berjast við Álex Jiménez um sæti í byrjunarliðinu. Filippo Terracciano er einnig hjá félaginu en þykir ekki nægilega góður.

Athekame yrði fimmti leikmaðurinn til að ganga til liðs við Milan í sumar eftir Samuele Ricci, Pervis Estupinan, Luka Modric og Pietro Terracciano.
Athugasemdir
banner