Fyrrum NFL-stjarnan Tom Brady lætur áhugaverð ummæli falla um Wayne Rooney í nýjum heimildarþáttum um Birmingham.
Brady er í eigendahópi Birmingham sem er komið aftur upp í Championship-deildina eftir að hafa tekið eitt tímabil í C-deildinni.
Brady er í eigendahópi Birmingham sem er komið aftur upp í Championship-deildina eftir að hafa tekið eitt tímabil í C-deildinni.
Rooney, sem er goðsögn hjá Manchester United, var ráðinn stjóri Birmingham stuttu eftir að Brady og fjárfestingahópur hans tók við eignarhaldi félagsins.
Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá Rooney með Birmingham en í nýrri klippu um heimildarþáttum um Birmingham má sjá samskipti milli Rooney og Brady. Má meðal annars sjá þegar Brady situr liðsfund sem Rooney stýrir.
Í kjölfarið segir Brady við viðskiptafélaga sinn: „Ég hef áhyggjur af vinnusemi þjálfarans."
Rooney tók við Birmingham þegar liðið var í fimmta sæti í Championship, en liðið féll svo. Hann er í dag án starfs.
“I’m a little bit worried about our Head Coaches work ethic”????
— The 44 ?? (@The_Forty_Four) August 1, 2025
Tom Brady did not rate Wayne Rooney right from the very start???????????? pic.twitter.com/uIP6yiKlfR
Athugasemdir