Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni: Þá að sjálfsögðu hefðum við haldið Söndru áfram
Kvenaboltinn
Sandra varði mark FH í fimm leikjum.
Sandra varði mark FH í fimm leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í síðustu viku þegar FH kynnti markmanninn Macy Elizabeth Enneking sem nýjan leikmann félagsins. Macy, sem er verður 24 ára í september, kom úr bandaríska háskólaboltanum.

Hún kemur inn í hópinn í stað reynsluboltans Söndru Sigurðardóttur sem hjálpaði FH fyrir EM pásuna eftir að Aldís Guðlaugsdóttir meiddist alvarlega. Sandra hefur ekki verið í leikmannahópi FH í síðustu tveimur leikjum.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var spurður út í Söndru og Macy í viðtali eftir sigurinn sögulega gegn Val í gær, en þa'tryggði FH sér sæti í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrsta sinn í sögunni.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  3 FH

;,Sandra gekk til liðs við okkur á þeim forsendum að hún yrði í markinu fram að pásu. Við ákváðum að finna aðra lausn vegna þess að hún var búin að skipuleggja sitt sumarfrí með sínum strák, þetta var ekki í hennar plönum. Ef hún hefði sagt: 'já, ég er klár í að vera áfram', þá að sjálfsögðu hefðum við haldið henni áfram. En við erum með nýjan markmann í dag og við erum nýjan markmann í dag og við erum ánægð með hana," sagði Guðni.

„Við vissum af henni fyrir tímabilið þannig hún var alltaf möguleiki fyrir okkur," sagði Guðni svo um Macy.

Sú bandaríska átti ekki sinn besta dag í gær, leit ekki vel út í mörkum Vals, en það kom ekki að sök, FH vann leikinn eftir framlengdan leik og tryggði sér farmiða í úrslitaleikinn.
Athugasemdir
banner
banner