Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 14:25
Ívan Guðjón Baldursson
Bruce, Van Dijk og Robertson sammála um gæði Firmino
Mynd: Getty Images
Liverpool lagði Newcastle að velli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Evrópumeistararnir unnu leikinn 3-1 og var frammistöðu Roberto Firmino hrósað sérstaklega að leikslokum.

Firmino byrjaði á bekknum eftir að hafa spilað með Brasilíu í landsleikjahlénu. Divock Origi fékk hans sæti í liðinu en meiddist í fyrri hálfleik.

Firmino átti frábæran leik frá innkomu sinni og lagði síðasta mark leiksins upp fyrir Mohamed Salah með magnaðri sendingu.

„Liverpool voru ótrúlegir í seinni hálfleik, þeir sóttu án afláts. Firmino var erfiður viðureignar, alltaf að finna sér pláss á erfiðum svæðum. Við vorum ánægðir að sjá hann á bekknum, hann breytti gjörsamlega gangi leiksins," sagði Steve Bruce að leikslokum.

Varnarmennirnir Andy Robertson og Virgil van Dijk tóku undir orð knattspyrnustjóra Newcastle.

„Bobby er gífurlega mikilvægur þessu liði. Ég veit hversu erfitt það er að verjast gegn sóknarmanni sem fer úr stöðu og finnur pláss á milli línanna. Bobby hefur hæfileikana til að gera hvaða varnarmanni sem er lífið leitt. Hann er virkilega góður og er ánægður að hafa hann í mínu liði," sagði Van Dijk og tók Robertson við.

„Þetta var sérstakt mark. Bobby er með ótrúlegan leikskilning og Mo kláraði færið vel. Það er alltaf gott að vinna 3-1 eftir landsleikjahlé."

Firmino var feykilega öflugur en Sadio Mane hlaut viðurkenningu fyrir að vera besti maður vallarins. Hann var afar líflegur og skoraði tvennu í fyrri hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner