Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. september 2019 20:02
Fótbolti.net
Einkunnir í úrslitaleiknum: Júlíus maður leiksins
Júlíus Magnússon.
Júlíus Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason.
Guðmundur Andri Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann 1-0 sigur gegn FH í bikarúrslitaleiknum en hér má lesa nánar um leikinn.

Hér er einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum:

Einkunnir Víkings:

Þórður Ingason 7
Var nánast áhorfandi í fyrri hálfleik en var öruggur og varði vel í þeim seinni.

Davíð Örn Atlason 8
Einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar og sýndi þrusuflotta frammistöðu í kvöld.

Halldór Smári Sigurðsson 7
FH-ingar náðu ekki að láta reyna almennilega á miðverði Víkinga en þeir stóðu svo sannarlega fyrir sínu.

Sölvi Ottesen 8
Fyrirliðinn var flottur og drífandi.

Logi Tómasson 7
Hefur ekki fengið marga byrjunarliðsleiki í sumar en stóð svo sannarlega fyrir sínu.

Júlíus Magnússon 8
Naut sín hrikalega vel á Laugardalsvelli í dag og var hrikalega drjúgur. Miðjumaðurinn ungi er maður leiksins.

Erlingur Agnarsson 6
Flottur leikur hjá Erlingi sem hefði þó átt a ð gera betur í dauðafærinu sem hann fékk.

Ágúst Eðvald Hlynsson 7
Var erfiður viðureignar fyrir FH-inga.

Nikolaj Hansen 6
Daninn er að mörgu leyti vanmetinn leikmaður þó hann hafi ekki átt sinn allra besta dag.

Óttar Magnús Karlsson 7
Skoraði sigurmarkið af vítapunktinum. Koma hans til Víkinga hefur lyft liðinu á annað plan.

Guðmundur Andri Tryggvason 8
Náði að fara verulega í taugarnar á FH-ingum. Var sífellt vinnandi og ógnandi í sóknarleiknum.

Einkunnir FH:

Daði Freyr Arnarsson 5
Átti í smá brasi snemma leiks og var heppinn að vera ekki refsað en steig vel upp og átti mikilvægar vörslur.

Þórður Þorsteinn Þórðarson 3
Fékk á sig vítaspyrnuna á ákaflega klaufalegan hátt.

Pétur Viðarsson 3
Fékk gult spjald snemma leiks og svo það rauða á 60. mínútu. Mögulega var það vendipunktur leiksins.

Guðmundur Kristjánsson 6
Átti fínan leik en því miður vantaði uppá frammistöðu liðsins.

Cédric D'Ulivo 5
Gekk upp og niður hjá honum.

Davíð Þór Viðarsson 6
Það vantaði ekki viljann og drifkraftinn í Davíð en það dugði skammt í kvöld.

Björn Daníel Sverrisson 5
Náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á Laugardalsvellinum.

Brandur Olsen 4
Virkaði of pirraður og var of upptekinn af dómgæslunni.

Steven Lennon 5
Er venjulega meira áberandi í leikjum

Jónatan Ingi Jónsson 5
Var tekinn af velli eftir um klukkutíma.

Morten Beck 6
Var vinnusamur en fékk úr litlu að moða.

Guðmann Þórisson 5
Kom inn á 62. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner