Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 14. september 2019 19:41
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns um rauða spjaldið: Gjörsamlega glórulaus ákvörðun
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var vægast sagt ósáttur með dómarateymi úrslitlaleiks Mjólkurbikarsins í dag. FH tapaði leiknum 1-0 gegn Víking R. Pétur Viðarsson fékk að lýta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik og hafði Óli þetta um atvikið að segja:

„Þetta er gjörsamlega glórulaus ákvörðun. Að halda því fram að það sé ásetningur þarna þegar að hann (Pétur Viðarsson) stígur niður, þá vill svo óheppilega til að það liggur Víkingsmaður þarna í grasinu. Ég sá ekki einu sinni hvort að hann fór í hann." sagði Óli meðal annars.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Að fjórði dómarinn skuli taka svona risa ákvörðun er algjörlega út í hött og ekki í fyrsta skipti í sumar sem að þetta gerist."

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikið rok var á meðan að leik stóð og þá var völlurinn rennandi blautur. Víkingar byrjuðu leikinn með vindinn í bakið og voru líklegri aðilinn í fyrri hálfleik.

„Það voru erfiðar aðstæður í dag til að spila og við lentum undir pressu. Þegar við reyndum að koma boltanum á vængina þá réðum við illa við boltann."

„Við töluðum um það í hálfleik að það væri ásættanlegt að koma inní hálfleikinn í jafntefli og ætluðum að nýta okkur aðstæðurnar og setja pressu á þá. En það var meðal annars slegið úr höndunum á okkur þegar að við fáum þetta rauða spjald gegn okkur." sagði Óli að lokum.
Athugasemdir