Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 14. september 2019 19:41
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns um rauða spjaldið: Gjörsamlega glórulaus ákvörðun
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var vægast sagt ósáttur með dómarateymi úrslitlaleiks Mjólkurbikarsins í dag. FH tapaði leiknum 1-0 gegn Víking R. Pétur Viðarsson fékk að lýta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik og hafði Óli þetta um atvikið að segja:

„Þetta er gjörsamlega glórulaus ákvörðun. Að halda því fram að það sé ásetningur þarna þegar að hann (Pétur Viðarsson) stígur niður, þá vill svo óheppilega til að það liggur Víkingsmaður þarna í grasinu. Ég sá ekki einu sinni hvort að hann fór í hann." sagði Óli meðal annars.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Að fjórði dómarinn skuli taka svona risa ákvörðun er algjörlega út í hött og ekki í fyrsta skipti í sumar sem að þetta gerist."

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikið rok var á meðan að leik stóð og þá var völlurinn rennandi blautur. Víkingar byrjuðu leikinn með vindinn í bakið og voru líklegri aðilinn í fyrri hálfleik.

„Það voru erfiðar aðstæður í dag til að spila og við lentum undir pressu. Þegar við reyndum að koma boltanum á vængina þá réðum við illa við boltann."

„Við töluðum um það í hálfleik að það væri ásættanlegt að koma inní hálfleikinn í jafntefli og ætluðum að nýta okkur aðstæðurnar og setja pressu á þá. En það var meðal annars slegið úr höndunum á okkur þegar að við fáum þetta rauða spjald gegn okkur." sagði Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner