Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 14. september 2019 19:41
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns um rauða spjaldið: Gjörsamlega glórulaus ákvörðun
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var vægast sagt ósáttur með dómarateymi úrslitlaleiks Mjólkurbikarsins í dag. FH tapaði leiknum 1-0 gegn Víking R. Pétur Viðarsson fékk að lýta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik og hafði Óli þetta um atvikið að segja:

„Þetta er gjörsamlega glórulaus ákvörðun. Að halda því fram að það sé ásetningur þarna þegar að hann (Pétur Viðarsson) stígur niður, þá vill svo óheppilega til að það liggur Víkingsmaður þarna í grasinu. Ég sá ekki einu sinni hvort að hann fór í hann." sagði Óli meðal annars.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Að fjórði dómarinn skuli taka svona risa ákvörðun er algjörlega út í hött og ekki í fyrsta skipti í sumar sem að þetta gerist."

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikið rok var á meðan að leik stóð og þá var völlurinn rennandi blautur. Víkingar byrjuðu leikinn með vindinn í bakið og voru líklegri aðilinn í fyrri hálfleik.

„Það voru erfiðar aðstæður í dag til að spila og við lentum undir pressu. Þegar við reyndum að koma boltanum á vængina þá réðum við illa við boltann."

„Við töluðum um það í hálfleik að það væri ásættanlegt að koma inní hálfleikinn í jafntefli og ætluðum að nýta okkur aðstæðurnar og setja pressu á þá. En það var meðal annars slegið úr höndunum á okkur þegar að við fáum þetta rauða spjald gegn okkur." sagði Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner