Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 14. september 2019 20:06
Kristófer Jónsson
Sölvi Geir: Dreymdi sigurinn fyrir tveimur dögum - Var svekktur þegar ég vaknaði
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum eftir að lið hans varð Mjólkursbikarmeistari 2019 í dag eftir 1-0 sigur gegn FH. Mark Víkings skoraði Óttar Magnús Karlsson úr vítaspyrnu.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning. Mér leið eins og mér væri að dreyma. Mig dreymdi fyrir tveimur dögum að við hefðum unnið bikarinn og var mjög svekktur þegar ég vaknaði. Nú er ég bara að bíða eftir að vakna í dag." sagði Sölvi Geir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Víkingur hefur verið eitt umtalaðasta lið Íslands í sumar fyrir skemmtilega spilamennsku og góðan árangur. Liðinu var spáð fallbaráttu í sumar eftir erfitt undirbúnigstímabil.

„Undirbúningstímabilið skiptir engu máli. Arnar (Gunnlaugsson) sagði við mig í vor að svo lengi sem að ég yrði klár fyrir mót þá er mér alveg sama hvað þú gerir. Við erum að spila með nýju kerfi og nýjum leikmannahóp og við höfum verið að bæta okkur yfir sumarið."

Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum en aðstæðurnar í dag buðu engan veginn uppá fallegan fótbolta.

„Mér fannst þeir aldrei neitt ógna okkur fyrr en í seinni hálfleik. Þá voru það einhver föst leikatriði sem að var einhver óróleiki yfir en annars man ég ekki eftir neinu dauðafæri hjá þeim." sagði Sölvi Geir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner