Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   lau 14. september 2019 20:06
Kristófer Jónsson
Sölvi Geir: Dreymdi sigurinn fyrir tveimur dögum - Var svekktur þegar ég vaknaði
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum eftir að lið hans varð Mjólkursbikarmeistari 2019 í dag eftir 1-0 sigur gegn FH. Mark Víkings skoraði Óttar Magnús Karlsson úr vítaspyrnu.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning. Mér leið eins og mér væri að dreyma. Mig dreymdi fyrir tveimur dögum að við hefðum unnið bikarinn og var mjög svekktur þegar ég vaknaði. Nú er ég bara að bíða eftir að vakna í dag." sagði Sölvi Geir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Víkingur hefur verið eitt umtalaðasta lið Íslands í sumar fyrir skemmtilega spilamennsku og góðan árangur. Liðinu var spáð fallbaráttu í sumar eftir erfitt undirbúnigstímabil.

„Undirbúningstímabilið skiptir engu máli. Arnar (Gunnlaugsson) sagði við mig í vor að svo lengi sem að ég yrði klár fyrir mót þá er mér alveg sama hvað þú gerir. Við erum að spila með nýju kerfi og nýjum leikmannahóp og við höfum verið að bæta okkur yfir sumarið."

Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum en aðstæðurnar í dag buðu engan veginn uppá fallegan fótbolta.

„Mér fannst þeir aldrei neitt ógna okkur fyrr en í seinni hálfleik. Þá voru það einhver föst leikatriði sem að var einhver óróleiki yfir en annars man ég ekki eftir neinu dauðafæri hjá þeim." sagði Sölvi Geir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner