Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 14. september 2019 20:06
Kristófer Jónsson
Sölvi Geir: Dreymdi sigurinn fyrir tveimur dögum - Var svekktur þegar ég vaknaði
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum eftir að lið hans varð Mjólkursbikarmeistari 2019 í dag eftir 1-0 sigur gegn FH. Mark Víkings skoraði Óttar Magnús Karlsson úr vítaspyrnu.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning. Mér leið eins og mér væri að dreyma. Mig dreymdi fyrir tveimur dögum að við hefðum unnið bikarinn og var mjög svekktur þegar ég vaknaði. Nú er ég bara að bíða eftir að vakna í dag." sagði Sölvi Geir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Víkingur hefur verið eitt umtalaðasta lið Íslands í sumar fyrir skemmtilega spilamennsku og góðan árangur. Liðinu var spáð fallbaráttu í sumar eftir erfitt undirbúnigstímabil.

„Undirbúningstímabilið skiptir engu máli. Arnar (Gunnlaugsson) sagði við mig í vor að svo lengi sem að ég yrði klár fyrir mót þá er mér alveg sama hvað þú gerir. Við erum að spila með nýju kerfi og nýjum leikmannahóp og við höfum verið að bæta okkur yfir sumarið."

Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum en aðstæðurnar í dag buðu engan veginn uppá fallegan fótbolta.

„Mér fannst þeir aldrei neitt ógna okkur fyrr en í seinni hálfleik. Þá voru það einhver föst leikatriði sem að var einhver óróleiki yfir en annars man ég ekki eftir neinu dauðafæri hjá þeim." sagði Sölvi Geir að lokum.
Athugasemdir
banner