Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 14. september 2019 20:06
Kristófer Jónsson
Sölvi Geir: Dreymdi sigurinn fyrir tveimur dögum - Var svekktur þegar ég vaknaði
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum eftir að lið hans varð Mjólkursbikarmeistari 2019 í dag eftir 1-0 sigur gegn FH. Mark Víkings skoraði Óttar Magnús Karlsson úr vítaspyrnu.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning. Mér leið eins og mér væri að dreyma. Mig dreymdi fyrir tveimur dögum að við hefðum unnið bikarinn og var mjög svekktur þegar ég vaknaði. Nú er ég bara að bíða eftir að vakna í dag." sagði Sölvi Geir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Víkingur hefur verið eitt umtalaðasta lið Íslands í sumar fyrir skemmtilega spilamennsku og góðan árangur. Liðinu var spáð fallbaráttu í sumar eftir erfitt undirbúnigstímabil.

„Undirbúningstímabilið skiptir engu máli. Arnar (Gunnlaugsson) sagði við mig í vor að svo lengi sem að ég yrði klár fyrir mót þá er mér alveg sama hvað þú gerir. Við erum að spila með nýju kerfi og nýjum leikmannahóp og við höfum verið að bæta okkur yfir sumarið."

Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum en aðstæðurnar í dag buðu engan veginn uppá fallegan fótbolta.

„Mér fannst þeir aldrei neitt ógna okkur fyrr en í seinni hálfleik. Þá voru það einhver föst leikatriði sem að var einhver óróleiki yfir en annars man ég ekki eftir neinu dauðafæri hjá þeim." sagði Sölvi Geir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner