Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 14. september 2019 20:06
Kristófer Jónsson
Sölvi Geir: Dreymdi sigurinn fyrir tveimur dögum - Var svekktur þegar ég vaknaði
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Sölvi Geir var í skýjunum eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum eftir að lið hans varð Mjólkursbikarmeistari 2019 í dag eftir 1-0 sigur gegn FH. Mark Víkings skoraði Óttar Magnús Karlsson úr vítaspyrnu.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning. Mér leið eins og mér væri að dreyma. Mig dreymdi fyrir tveimur dögum að við hefðum unnið bikarinn og var mjög svekktur þegar ég vaknaði. Nú er ég bara að bíða eftir að vakna í dag." sagði Sölvi Geir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Víkingur hefur verið eitt umtalaðasta lið Íslands í sumar fyrir skemmtilega spilamennsku og góðan árangur. Liðinu var spáð fallbaráttu í sumar eftir erfitt undirbúnigstímabil.

„Undirbúningstímabilið skiptir engu máli. Arnar (Gunnlaugsson) sagði við mig í vor að svo lengi sem að ég yrði klár fyrir mót þá er mér alveg sama hvað þú gerir. Við erum að spila með nýju kerfi og nýjum leikmannahóp og við höfum verið að bæta okkur yfir sumarið."

Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum en aðstæðurnar í dag buðu engan veginn uppá fallegan fótbolta.

„Mér fannst þeir aldrei neitt ógna okkur fyrr en í seinni hálfleik. Þá voru það einhver föst leikatriði sem að var einhver óróleiki yfir en annars man ég ekki eftir neinu dauðafæri hjá þeim." sagði Sölvi Geir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner