Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. september 2021 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Smári dæmdur í fimm leikja bann
Lengjudeildin
Davíð Smári tók spjöldin af dómaranum.
Davíð Smári tók spjöldin af dómaranum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja í Lengjudeildinni, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir framkomu í garð dómara í síðasta leik gegn Fram.

Davíð mun missa af síðasta leik tímabilsins og byrjun næsta tímabils.

Kórdrengir leiddu leikinn gegn Fram 2 - 1 þegar komið var í uppbótartíma og eitthvað voru þeir ósáttir við hvað Egill Arnar Sigurþórsson dómari leiksins hafði mikinn uppbótartíma.

Egill gaf Davíð Smára rauða spjaldið og hálfri mínútu síðar skoruðu Framarar jöfnunarmark og fögnuðu mikið.

Davíð Smára var þá nóg boðið og rauk inn á völlinn, tugi metra til að eiga orðastað við Egil og alveg ljóst að það var ekki á góðu nótunum.

Egill dómari var ákveðinn og vísaði Davíð Smára í burtu en gekk hægt að koma honum af vellinum þar til Heiðar Helguson aðstoðarþjálfari kom á svæðið og tók hann af vellinum.

Örstuttu síðar flautaði Egill leikinn af og aftur upphófust mikil læti. Egill Darri Makan Þorvaldsson fékk að líta rauða spjaldið og á einum tímapunkti var Davíð Smári búinn að hrifsa gula og rauða spjaldið úr höndum Egils Arnars dómara. Egill fékk þau fljótlega aftur.

Þetta var hans annað rauða spjald í sumar og fær hann alls fimm leiki í bann. Kórdrengir fá einnig 15,000 krónur í sekt vegna brottvísunarinnar.

Með því að smella hérna geturðu séð upplýsingar um önnur leikbönn.

Sjá einnig:
Hver ætlar að bjarga okkur í dag ef einhver ræðst á okkur?
Athugasemdir
banner
banner