Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. september 2022 20:00
Brynjar Ingi Erluson
„Hrokafullt af honum að tala um deild sem hann þekkir ekki"
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Todd Boehly (t.h.) kom með umdeildar hugmynd
Todd Boehly (t.h.) kom með umdeildar hugmynd
Mynd: Getty Images
Micah Richards
Micah Richards
Mynd: Getty Images
Todd Boehly, eigandi Chelsea, var til umræðu á CBS yfir leikjum Meistaradeildar Evrópu en Jamie Carragher, Thierry Henry og Micah Richards töluðu allir um hugmyndir hans fyrir ensku úrvalsdeildina.

Boehly, sem keypti Chelsea af Roman Abramovich í sumar, kom með áhugaverðar hugmyndir fyrir ensku úrvalsdeildina, en hann vill koma með bandarísku áhrifin til Englands.

Hann stakk upp á því að hafa stjörnuleik þar sem norðurliðin myndu mæta suðurliðunum.

Hugmyndir Boehly féllu ekki í kramið hjá enskum stuðningsmönnum og hvað þá spekingunum sem segja þetta hrokafullt af honum.

„Þegar ég les þessa yfirlýsingu þá finnst mér þetta ótrúlega hrokafullt að tala um deild sem þú þekkir ekki. Ég er ekki með jafn sterkar skoðanir á þessu og Thierry. Ég vil ekki afskrifa hugmyndir en deildin er alþjóðleg með eigendur, stjóra og leikmenn og þess vegna er hún besta deild heims," sagði Carragher á CBS, en Henry var algjörlega gegn þessum hugmyndum Boehly og var í raun pirraður yfir þessu öllu saman.

Carragher segir að Boehly hafi verið alltof stutt á Englandi til að bara að blaðra um stjörnuleik.

„Nei, ég er ekki hrifinn af hugmyndunum en það að tala svona þegar hann hefur ekki sannað að hann getur rekið enskt úrvalsdeildarfélag vel. Hann ákvað að reka þjálfarann eftir þrjá leiki eftir að hafa eytt 250 milljónum punda. Maður hugsar strax að það er ekki rétt en að tala svona eftir að hafa eytt sex vikum og byrjaður að tala um að taka eitthvað frá bandarískum íþróttum. Hvað myndi Bandaríkjamönnum myndi finnast um það ef enskur þjálfari kæmi í NFL-deildina og ætlaði sér að koma með eitthvað og segja að við gerum þetta í ensku úrvalsdeildinni."

„Ég veit að það er fullt af fólki sem er ósammála honum og Thierry þar á meðal. Það að tala svona þegar þú hefur verið þarna í svona stuttan tíma og það að hann hefur ekki sannað sig sem góður eigandi Chelsea, það er hrokafullt,"
sagði hann ennfremur.

Micah Richards skilur ekkert hvar á að koma þessum leik fyrir en liðin eru nú þegar að spila í þéttri dagskrá. Hann furðaði sig líka á ummælum Boehly um Mohamed Salah og Kevin de Bruyne, en hann sagði þá koma úr akademíu Chelsea, sem er auðvitað eins langt frá sannleikanum og gæti hugsast.

„Hvenær á sá leikur að vera? Það er nóg af leikjum nú þegar. Hér er ótrúlega mikið magn af leikjum nú þegar. Hvernig ákveðum við þetta?"

„Ég hefði ekki verið hrifinn af þessu. Hvað ef einhver meiðist illa?"

„Ég vil ekki vera neikvæður í garð nýja eigandans. Ef hann ætlar að tala um eitthvað þá ætti hann að vita með Kevin de Bruyne og Mo Salah. Þeir komu ekki í gegnum akademíu Chelsea. Ég er alveg til í að ræða nýjar hugmyndar en vertu með staðreyndirnar á hreinu ef þú vilt láta taka þig alvarlega,"
sagði Richards á CBS.


Athugasemdir
banner
banner
banner