Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 14. september 2024 17:33
Halldór Gauti Tryggvason
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Kvenaboltinn
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara ágætis leikur, mér fannst hann svolítið flatur. Við hefðum getað gert betur í mörgum stöðum, vorum að gera vel það sem við ætluðum að gera að mörgu leyti. Við náðum bara ekki að klára færin sem var náttúrulega vonbrigði en að sama skapi Stjarnan bara góðar,“ sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls, eftir tap gegn Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Tindastóll

Þetta var seinasti leikur Tindastóls í sumar. Hvernig horfir tímabilið við Donna?. „Við erum sátt, svona já og nei. Við ætluðum okkur að vera í efri hlutanum, alveg klárlega, og mér fannst vera klárlega möguleiki á því. Fannst vera margir leikir, sérstaklega á heimavelli, sem við spiluðum mjög vel og áttum að fá meira úr þeim en við fengum, þannig er það nú bara í fótbolta.”

Ég er hins vegar mjög ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti spilalega séð, við höfum verið að bæta okkur í að halda bolta innan liðs, við sköpuðum töluvert mikið meira af færum heldur en við höfum gert undanfarin ár.

„Varnarleikurinn hefði mátt vera betri heilt yfir, fengum á okkur allt of mikið af mörkum svona heilt yfir í sumar. Ég er mjög ánægður með framfarirnar á liðinu, mér finnst hún vera á leiðinni fram á við og það er það sem við erum ánægð með.“

 Donni er samningslaus núna eftir þetta tímabil. „Ég er náttúrulega samningslaus sjálfur núna þannig að það verður bara að koma í ljós hvernig það fer.“

„En við vonum að Tindastóll haldi áfram að gera það sem að þau hafa verið að gera mjög vel og er eftirtektarvert á landsvísu að svona svakalega lítið bæjarfélag eins og Sauðárkrókur er og Skagafjörður og nærliggjandi sveitir að eiga lið í úrvalsdeild og eru að byggja þetta langmestu leyti á heimafólki úr sveitunum heima sem er bara stórkostlegt afrek að eiga og við megum svo sannarlega vera stolt af því og eiginlega bara montinn af því.“

Viðtalið við Halldór Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner