Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 14. september 2024 17:33
Halldór Gauti Tryggvason
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Kvenaboltinn
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara ágætis leikur, mér fannst hann svolítið flatur. Við hefðum getað gert betur í mörgum stöðum, vorum að gera vel það sem við ætluðum að gera að mörgu leyti. Við náðum bara ekki að klára færin sem var náttúrulega vonbrigði en að sama skapi Stjarnan bara góðar,“ sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls, eftir tap gegn Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Tindastóll

Þetta var seinasti leikur Tindastóls í sumar. Hvernig horfir tímabilið við Donna?. „Við erum sátt, svona já og nei. Við ætluðum okkur að vera í efri hlutanum, alveg klárlega, og mér fannst vera klárlega möguleiki á því. Fannst vera margir leikir, sérstaklega á heimavelli, sem við spiluðum mjög vel og áttum að fá meira úr þeim en við fengum, þannig er það nú bara í fótbolta.”

Ég er hins vegar mjög ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti spilalega séð, við höfum verið að bæta okkur í að halda bolta innan liðs, við sköpuðum töluvert mikið meira af færum heldur en við höfum gert undanfarin ár.

„Varnarleikurinn hefði mátt vera betri heilt yfir, fengum á okkur allt of mikið af mörkum svona heilt yfir í sumar. Ég er mjög ánægður með framfarirnar á liðinu, mér finnst hún vera á leiðinni fram á við og það er það sem við erum ánægð með.“

 Donni er samningslaus núna eftir þetta tímabil. „Ég er náttúrulega samningslaus sjálfur núna þannig að það verður bara að koma í ljós hvernig það fer.“

„En við vonum að Tindastóll haldi áfram að gera það sem að þau hafa verið að gera mjög vel og er eftirtektarvert á landsvísu að svona svakalega lítið bæjarfélag eins og Sauðárkrókur er og Skagafjörður og nærliggjandi sveitir að eiga lið í úrvalsdeild og eru að byggja þetta langmestu leyti á heimafólki úr sveitunum heima sem er bara stórkostlegt afrek að eiga og við megum svo sannarlega vera stolt af því og eiginlega bara montinn af því.“

Viðtalið við Halldór Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner