Víkingur vann stórsigur á KR á Meistaravöllum fyrr í dag. Leikar enduðu með 7-0 sigri Víkings. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður að leik loknum.
Lestu um leikinn: KR 0 - 7 Víkingur R.
„Stórkostlegur leikur hjá okkur. Við vorum mjög klínískir og flottir í dag. Við vorum þéttir, við töluðum um það að þegar við vinnum boltann af þeim þá getum við verið beinskeyttir. Síðan vorum við öflugir að nýta færin. 7-0 og hann hefði getað verið stærri.“
KR var 70% með boltann í leiknum.
„Ég held að þessi sjötíu prósent hafi verið inn í markteignum þeirra. Það er svosem engin hætta þegar andstæðingurinn er með boltann í markteignum sínum. Síðan speglast það af leiknum, skorum mark fljótlega og við þurfum ekkert að setja á þá pressu.“
Markatalan gæti skipt sköpum í enda móts.
„Þetta getur allt talist saman í lok tímabilsins. Það hjálpar alltaf að vera með betri markatölu. Það má segja að þetta sé eitt stig, ef þú ert með góða markatölu. Gott að við höfum náð að minnka bilið og jafnvel komast yfir Val, sjáum hvernig þeirra leikur fer. Flottur sigur á erfiðum útivelli. Mér líst mjög vel á þetta gras hér í KR“
Viðtalið við Sölva má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir