Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 11:25
Elvar Geir Magnússon
Mikael tæpur fyrir U21 landsleikinn
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Mikael Anderson geti spilað með U21 landsliðinu gegn Írlandi á morgun. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Í leiknum gegn Svíþjóð varð Mikael fyrir meiðslum.

„Mikael fékk spark í fyrri hálfleik en kláraði leikinn. Hann fann ekkert fyrir því fyrr en um kvöldið og bólgnaði svo upp um nóttina. Róbert sjúkraþjálfari er að tjasla honum saman. Það er ekki ljóst hvort hann geti spilað heilan leik eða hvernig það verður. Aðrir eru frískir," segir Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins.

Hann ætlar ekki að gera margar breytingar á byrjunarliðinu.

„Alls ekki. Við vinnum út frá þeim gildum að við stillum upp því liði sem við teljum best fyrir hvert verkefni. Það verða alls ekki margar breytingar. Í því ferli að þróast sem leikmaður þurfa menn að fá að svara eftir að það hefur gengið illa. Það yrði dapurt hjá þjálfarateyminu að henda öllum út."
Athugasemdir
banner
banner
banner