Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 14. nóvember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fékk gott spark í rassinn á lærdómsríku tímabili - „Ótrúlega góð viðurkenning"
Þorri Mar
Þorri Mar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar kom frábærlega inn, hjálpaði liðinu helling og þessi samkeppni hjálpaði liðinu.
Hrannar kom frábærlega inn, hjálpaði liðinu helling og þessi samkeppni hjálpaði liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Maður hefur þá verið að gera eitthvað gott einhvern tímann
Maður hefur þá verið að gera eitthvað gott einhvern tímann
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fréttamaður Fótbolta.net var á Akureyri í síðustu viku og ræddi þar við Þorra Mar Þórisson leikmann KA. Þorri fór yfir tímabil KA, tímabilið sitt, tvíburabróður sinn Nökkva Þey og ýmislegt annað í viðtalinu. Það má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.

„Mér fannst við stöðugir frá byrjun og til enda, það fannst mér skila þessum góða árangri. Annað sæti á eftir Breiðabliki sem átti frábært tímabil - við getum farið sáttir inn í veturinn með það," sagði Þorri.

„Tilfinningin þegar við tryggjum okkur Evrópusætið var geggjuð, en samt áttaru þig ekki á því. Ég var búinn að ákveða að við vorum þangað, þegar þetta var komið var það bara næsta, við ætluðum að ýta við Breiðabliki, en það tókst ekki. Hausinn var strax farinn í næsta verkefni. Maður er ekkert alltof lengi að dvelja við þetta, fagnar smá og svo tekur bara næsta við."

Ertu fullkomlega sáttur við eigið tímabil?

„Það er erfitt að segjast ekki vera sáttur þegar maður er í liði sem var í 2. sæti og hafa spilað stórt hlutverk í því. Persónulega tel ég mig hafa átt þónokkuð inni. Það er eitthvað sem maður ætlar að setja hausinn í og fókusa á fyrir næsta tímabil. Ég veit hvað ég þarf að bæta og ég mun vinna í því."

Þorri missti byrjunarliðssæti sitt í kjölfarið á því að Hrannar Björn Steingrímsson sneri til baka úr láni. Var það erfiður tími?

„Já, það er aldrei gaman að detta úr liðinu. En ég segi alltaf að ég hafi bara gott af þessu, að fá spark í rassinn. Hrannar kom frábærlega inn, hjálpaði liðinu helling og þessi samkeppni hjálpaði liðinu. Ég græddi helling á þessu og maður reynir að líta á það þannig. Þetta var lærdómsríkt."

Í kjölfarið fór hann að flakka svolítið á milli, spilaði bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Hann vill helst spila í hægri bakverði.

Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf verið í byrjunarliði KA var Þorri einn af þeim sem komu til greina í landsliðsverkefnið fyrr í þessum mánuði. Ísland spilaði vináttulandsleiki við Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu og var Þorri meðal varamanna fyrir hópinn. Hann hefði komið inn í hópinn ef Íslendingaliðið Sogndal hefði farið í umspil um sæti í efstu deild í Noregi.

„Já og nei kom það mér á óvart. Ég var að detta inn og út (úr liðinu) en svo var ég líka mikið að skipta á milli þess að vera vinstra megin og hægra megin. Þetta kom mér bæði á óvart en líka ekki - maður hefur einhverja trú á sjálfum sér."

„Þetta var ótrúlega góð viðurkenning, maður hefur þá verið að gera eitthvað gott einhvern tímann."


Var svekkjandi að vera ekki í lokahópnum eftir að hafa verið í fyrsta úrtakshóp?

„Nei, ég lít ekki á það þannig. Það hefði bara verið bónus. Þeir sem eru í þessum hóp eiga fyllilega skilið að vera þarna. Það er markmið að koma sér í næsta (hóp) þá," sagði Þorri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner