Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. desember 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rashford um samanburðinn við Ronaldo: Veit að ég á langt í land
Aukaspyrnan gegn Chelsea í deildabikarnum þótti svipa til Ronaldo.
Aukaspyrnan gegn Chelsea í deildabikarnum þótti svipa til Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Góð spilamennska Marcus Rashford fyrir Manchester United undanfarið hefur vakið athygli.

Einhverjir, þar á meðal Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hafa borið hann saman við Cristiano Ronaldo sem lék við mjög góðan orðstír hjá Rauðu Djöflunum á síðasta áratugi þessarar aldar.

Solskjær: Rashford getur orðið jafn góður og Ronaldo

Rashford hefur skorað þrettán mörk og lagt upp fjögur í 21 leik í öllum keppnum í vetur. Hann segist gera sér grein fyrir því að það sé enn langt í land að verða jafn góður og Ronaldo.

„Samanburðurinn er skemmtilegur, klárlega hrós," sagði Rashford við BBC.

„Ég geri mér samt grein fyrir því að ég á enn langt í land til að ná þeim hæðum sem hann hefur náð. Ég er fullkomlega einbeittur á mína spilamennsku."

Rashford verður í öllum líkindum í byrjunarliði Manchester United þegar liðið fær Everton í heimsókn á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner