Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. desember 2020 16:50
Ungstirnin
Ísak útskýrir af hverju hann heldur með Man Utd en ekki Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping, styður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að faðir hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, sé harður stuðningsmaður Liverpool.

Ísak útskýrði þetta í hlaðvarpsþættinum „Ungstirnin" en hann byrjaði að styðja Manchester United þegar hann bjó með fjölskyldu sinni í Manchester þegar Jóhannes Karl spilaði með Burnley á sínum tíma.

„Við bjuggum í Manchester þegar þeir unnu 2007, 2008 og 2009. Þeir unnu Meistaradeildina 2008. Þeir voru í primeinu þegar við bjuggum þarna. Það var ekki auðveldast í heimi að velja þá ekki. Það var ekki flókið að velja þá þegar maður var að fara á leiki með Ronaldo, Tevez og Rooney," sagði Ísak í þættinum.

„Ég var víst Arsenal maður fyrst en síðan fór ég og sá þegar Manchester keyrði með bikarinn í gegnum bikarinn og mamma segir að ég hafi ekki snúið við eftir það. Þá var það bara alltaf United."

Ísak segist grínast í föður sínum með ríginn milli Manchester United og Liverpool. „Ég vildi vera öðruvísi. Áðan þegar við vorum að horfa á Liverpool-Fulham var ég að halda með Fulham. Pabbi var létt pirraður."

Ísak var einnig spurður að því hvað hann myndi gera ef valið stæði á milli þess að ganga í raðir Liverpool og Manchester United.

„Leikstíllinn hjá Liverpool er fáránlegur og að spila í þessu leikkerfi yrði geggjað. Krakkinn inn í manni myndi alltaf segja United en maður veit aldrei," sagði Ísak.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Ungstirnin - Ísak Bergmann er gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner