Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 14. desember 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Forréttindi að hafa haft tvær Chelsea goðsagnir sem þjálfara"
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrsta tímabilið var gott. Þetta gekk held ég bara nokkuð fínt þó við skjótum okkur sjálfa svolítið í fótinn með að klúðra umspilinu," segir Hörður Ingi Gunnarsson, leikmaður Sogndal í Noregi, í samtali við Fótbolta.net.

Hörður, sem á tvo A-landsleiki að baki, var að klára sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Hann gekk í raðir Sogndal frá FH í janúar síðastliðnum.

Hörður, sem er 24 ára, lék nokkuð stórt hlutverk á tímabilinu og byrjaði 22 af 30 deildarleikjum er Sogndal rétt missti af sæti í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni.

„Þetta var lærdómsríkt. Ég lærði helling af þessu. Ég hlakka til þess að fara út aftur og byrja nýtt tímabil."

„Þetta kom upp tiltölulega snemma í janúar og tók ekki langan tíma. Þetta voru einhverjir fjórir dagar í heildina. Þetta heillaði mig og ég sé ekki eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri."

Hann lýsir Sogndal sem litlum, krúttlegum bæ í suðurhluta Noregs. Það búa um tíu þúsund manns í bænum. „Það er gott að vera þarna," segir Hörður en tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá félaginu; Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson.

„Það er draumur í dós að vera með þessa tvo með sér. Við erum oft að rugla og bulla saman. Við náum mjög vel saman og það er geðveikt að vera með þá með mér. Ég tók einhverja tíu daga þarna einn. Ég vissi það að Valdi gæti komið en eftir að hann kom þá vorum við saman í einhverja tvo, þrjá mánuði áður en Jónatan kom. Það hjálpar gífurlega að vera með tvo aðra Íslendinga með sér, og sérstaklega þar sem við þekktumst vel fyrir."

Tore André Flo er þjálfari Sogndal, en hann lék lengi vel með enska stórliðinu Chelsea. „Það eru forréttindi fyrir mig sem Chelsea stuðningsmann að hafa haft tvær Chelsea goðsagnir sem þjálfara; Eið Smára og Tore. Hann er þvílíkt stór í Noregi, hann er nánast eins og Billy Joel. Fólk stoppar hann út um allt þegar við erum í göngutúrum fyrir leiki. Hann kemur inn með mikla reynslu og þekkingu á leiknum."

„Það er ákveðin lyftistöng fyrir bæinn að hafa svona stórt nafn þarna," segir Hörður. Hann var ánægður með sitt fyrsta tímabil hjá félaginu en sér hann sjálfur fyrir sér að vera lengi hjá Sogndal?

„Ég á tvö ár eftir af samningi og virði alltaf mína samningi. Markmiðið er alltaf að upplifa fleiri ævintýri og komast lengra. Ég er samt mjög ánægður í Sogndal og við verðum bara að sjá hvernig spilast úr þessu."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Hörður meira um tímabilið með Sogndal, landsliðið og fótboltasumarið hjá hans gömlu félögum, FH og ÍA. Stefnan hjá Sogndal er alltaf sett á að komast upp í efstu deild á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner