Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 14. desember 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Forréttindi að hafa haft tvær Chelsea goðsagnir sem þjálfara"
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrsta tímabilið var gott. Þetta gekk held ég bara nokkuð fínt þó við skjótum okkur sjálfa svolítið í fótinn með að klúðra umspilinu," segir Hörður Ingi Gunnarsson, leikmaður Sogndal í Noregi, í samtali við Fótbolta.net.

Hörður, sem á tvo A-landsleiki að baki, var að klára sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Hann gekk í raðir Sogndal frá FH í janúar síðastliðnum.

Hörður, sem er 24 ára, lék nokkuð stórt hlutverk á tímabilinu og byrjaði 22 af 30 deildarleikjum er Sogndal rétt missti af sæti í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni.

„Þetta var lærdómsríkt. Ég lærði helling af þessu. Ég hlakka til þess að fara út aftur og byrja nýtt tímabil."

„Þetta kom upp tiltölulega snemma í janúar og tók ekki langan tíma. Þetta voru einhverjir fjórir dagar í heildina. Þetta heillaði mig og ég sé ekki eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri."

Hann lýsir Sogndal sem litlum, krúttlegum bæ í suðurhluta Noregs. Það búa um tíu þúsund manns í bænum. „Það er gott að vera þarna," segir Hörður en tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá félaginu; Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson.

„Það er draumur í dós að vera með þessa tvo með sér. Við erum oft að rugla og bulla saman. Við náum mjög vel saman og það er geðveikt að vera með þá með mér. Ég tók einhverja tíu daga þarna einn. Ég vissi það að Valdi gæti komið en eftir að hann kom þá vorum við saman í einhverja tvo, þrjá mánuði áður en Jónatan kom. Það hjálpar gífurlega að vera með tvo aðra Íslendinga með sér, og sérstaklega þar sem við þekktumst vel fyrir."

Tore André Flo er þjálfari Sogndal, en hann lék lengi vel með enska stórliðinu Chelsea. „Það eru forréttindi fyrir mig sem Chelsea stuðningsmann að hafa haft tvær Chelsea goðsagnir sem þjálfara; Eið Smára og Tore. Hann er þvílíkt stór í Noregi, hann er nánast eins og Billy Joel. Fólk stoppar hann út um allt þegar við erum í göngutúrum fyrir leiki. Hann kemur inn með mikla reynslu og þekkingu á leiknum."

„Það er ákveðin lyftistöng fyrir bæinn að hafa svona stórt nafn þarna," segir Hörður. Hann var ánægður með sitt fyrsta tímabil hjá félaginu en sér hann sjálfur fyrir sér að vera lengi hjá Sogndal?

„Ég á tvö ár eftir af samningi og virði alltaf mína samningi. Markmiðið er alltaf að upplifa fleiri ævintýri og komast lengra. Ég er samt mjög ánægður í Sogndal og við verðum bara að sjá hvernig spilast úr þessu."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Hörður meira um tímabilið með Sogndal, landsliðið og fótboltasumarið hjá hans gömlu félögum, FH og ÍA. Stefnan hjá Sogndal er alltaf sett á að komast upp í efstu deild á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner