Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
   fim 14. desember 2023 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kiddi Steindórs: Yrði allt annað að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring
,,Leikurinn full seint fyrir minn smekk"
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net á hóteli Breiðabliks í Lublin í dag. Í kvöld mætir Breiðablik liði Zorya Luhansk í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma á Lublin Arena.

„Leikurinn leggst vel í mig, stemning, en kannski full seint fyrir minn smekk. Maður þarf að bíða aðeins of lengi, hefði viljað hafa hann aðeins fyrr, en ég held það séu allir klárir," sagði Kiddi. Leikurinn hefst klukkan 21:00 á pólskum tíma.

„Maður þarf að passa sig að borða ekki of mikið, það eru nokkrar máltíðir og maður þarf að stilla það af. Svo þarf líka að passa sig að vera ekki bara rúmliggjandi, það getur verið hættulegt að hvíla sig of mikið, maður þarf að halda sér á fótum og gera eitthvað aðeins til að kveikja á heilanum og löppunum; vera svolítið á hreyfingu svo maður sé klár."

„Það eru máltíðir á ákveðnum tíma og smá sveigjanleiki með það, mismunandi hvað menn vilja gera. Svo er yfirleitt allavega einn göngutúr og svo eitthvað valfrjálst. Þetta er ekkert of stíft sem er fínt, menn hafa svolítið frjálsar hendur."


Örugglega hærra stig en fólk gerir sér grein fyrir
Tímabilinu hjá Blikum lýkur í kvöld.

„Það eru blendnar tilfinningar. Það verður auðvtitað mjög gott að komast í frí og kannski hvíla sig á hvor öðrum hérna. En það er samt alltaf skrítið að slútta tímabilinu. Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir."

„Klárlega væri það allt önnur saga ef við náum í úrslit í kvöld - þegar litið verður til baka að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring (töluna núll) í riðlakeppninni. En það tekur svo sem ekkert frá árangrinum sem slíkum - að vera í þessari riðlakeppni - við erum komnir á hátt 'level' og örugglega hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Það myndi klárlega breyta því hvernig horft verður á keppnina ef við náum í sigur - allavega einn punkt,"
sagði Kiddi.
Athugasemdir