Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. janúar 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Eniola Aluko leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Eniola Aluko, fyrrum framherji enska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna 32 ára að aldri.

Aluko hefur spilað undanfarið eitt og hálft ár með ítölsku meisturunum í Juventus en hún lék áður með Chelsea.

„Ég vil þakka fótboltanum fyrir allt sem hann hefur gefið mér og kennt mér," sagði Aluko á Twitter.

Aluko skoraði 33 mörk í 102 leikjum með enska landsliðinu á ferlinum en síðasti leikur hennar þar var árið 2016.

Sama ár sakaði hún Mark Sampson, þáverandi landsliðsþjálfara, um kynþáttafordóma í sinn garð og enska knattspyrnusambandið baðst afsökunar á hegðun Sampson ári síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner